Fréttir: júní 2015

Mynd af hressu ungu fólki

29.6.2015 : Erasmus+ úthlutar 2,2 milljónum evra til samstarfsverkefna

Erasmus+ menntaáætlun ESB á Íslandi hefur nú úthlutað fjármagni ársins 2015 til umsókna sem bárust 31. mars síðastliðinn í flokki samstarfsverkefna. Styrkupphæðinni, tæplega 2,2 milljónum evra var úthlutað til 14 skóla og stofnana.

Lesa meira

29.6.2015 : Úthlutun úr Tónlistarsjóði

Önnur úthlutun ársins 2015 úr Tónlistarsjóði liggur nú fyrir, en umsóknarfrestur var til 15. maí. Þjóðlagahátíð á Siglufirði hlýtur hæsta styrkinn að þessu sinni.

Lesa meira

29.6.2015 : Vísindasamstarf Íslands og Frakklands

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Jules Verne sem styrkir vísinda- og tæknisamstarf milli Íslands og Frakklands. Umsóknarfrestur er til 18. september 2015.

Lesa meira

23.6.2015 : Úthlutun úr vinnustaðanámssjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar úthlutað styrkjum til vinnustaðanáms fyrir vorið 2015 (úthlutun 2).

Lesa meira

18.6.2015 : Auglýst eftir umsóknum í norrænu tungumálaáætlunina - Nordplus Sprog

Auka umsóknarfrestur er 1. október 2015.

Lesa meira

16.6.2015 : MEDIA úthlutar 82 milljónum til íslenskrar sjónvarpsþáttagerðar

Úthlutað hefur verið úr Creative Europe – MEDIA kvikmyndaáætlun ESB og var árangurshlutfall íslenskra umsækjenda 100%. Styrkirnir skiptast milli tveggja verkefna.

Lesa meira

11.6.2015 : Skrifstofa Rannís lokuð eftir hádegi þann 19. júní

Skrifstofa Rannís verður lokuð frá hádegi þann 19. júní, svo starfsfólk geti tekið þátt í skipulögðum hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára kosningarafmæli íslenskra kvenna. Ríkisstjórn Íslands hefur hvatt vinnuveitendur að gefa starfsfólki frí til að geta fagnað áfanganum.

9.6.2015 : Öll starfsemi Rannís undir eitt þak!

Frá og með mánudeginum 15. júní verður öll starfsemi Rannís undir einu þaki að Borgartúni 30.

Lesa meira

5.6.2015 : Kynning á Rannsóknasjóði

Fimmtudaginn 11. júní kl. 14:00-16:00 á Hótel Natura, þingsal 2. Kynningarfundurinn er opinn og allir áhugasamir velkomnir. Kynningin fer fram á ensku.

Lesa meira

2.6.2015 : Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015, en umsóknarfrestur rann út 29. apríl sl.

Lesa meira

1.6.2015 : Ráðstefna um gæðakerfi íslenskra háskóla

Gæðaráð íslenskra háskóla býður til ráðstefnu í hátíðarsal Háskóla Íslands, mánudaginn 8. júní kl. 13:30-16:15. Tilgangur ráðstefnunnar er að ræða um reynslu af gæðaeftirliti með háskólastarfsemi og verður fjallað sérstaklega um nýjustu úttekt ráðsins á gæðum náms við Háskóla Íslands. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica