Tungumálamiðstöðin í Graz auglýsir eftir umsóknum

26.3.2015

Auglýst er eftir umsóknum um verkefni í nýja áætlun tungumálamiðstövarinnar í Graz. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk.

ECML, evrópska tungumálamiðstöðin (European Centre for Modern Languages/Centre Européen de Langues Vivantes) er stofnun á vegum Evrópuráðsins. Setrið er í Graz í Austurríki og hlutverk þess er að styðja við tungumálanám og -kennslu í Evrópu, m.a. með því að útfæra og kynna þau gögn sem Evrópuráðið hefur þróað á þessu sviði, s.s. Evrópska tungumálarammann (CEFR) og Evrópsku tungumálamöppuna (ELP). Í því augnamiði styrkir setrið verkefni sem leidd eru af hópum sérfræðinga.  Vinnustofur fyrir tungumálakennara eru haldnar í tengslum við þessi verkefni og gefst hverju aðildarríki kostur á að senda einn þátttakanda hverju sinni.  Ísland hefur tekið þátt í þessu samstarfi frá 1998 og hafa fjölmargir íslenskir tungumálakennarar notið góðs af því.  

Tungumálamiðstöðin í Graz hefur verið starfrækt frá 1995 og voru stofnlöndin átta talsins.  Þau eru nú 32 og á þessu tímabili hefur fjöldi metnaðarfullra verkefna verið styrktur.  Á þessu ári lýkur fjórðu fjögurra ára áætluninni og árið 2016 hefst ný áætlun.

Í nýju áætluninni Languages at the heart of learning er lögð áhersla á að tungumálanám er forsenda alls náms. Allir kennarar á öllum skólastigum og í öllum greinum hafa hlutverki að gegna í þróun málfærni nemandans. Færni í Kennslumálum (languages of schooling), móðurmálum, erlendum málum og skilningur á erlendri menningu eru forsendendur allrar menntunar.

Bæði einstaklingar og teymi (skipuð 4 umsækjendum frá jafn mörgum ECML löndum) geta sótt um.

Teymi sækja um styrki fyrir verkefni sem falla undir þau þemu sem tungumálamiðstöðin hefur skilgreint í nýju áætluninni:

  • Inclusive, plurilingual and intercultural education in practice
  • Language teacher education in digital literacy and in innovative learning environments
  • Pathways for learning: holistic approaches to learner development
  • Professional learning communities

 Einstaklingar geta sótt um bæði sem verkefnisstjórar (project coordinator) eða sem þátttakendur (team member) í verkefnum á eftirfarandi sviðum:

  • Teacher education for early language learning
  • Learning environments where foreign languages flourish
  • Whole-school teacher cooperation for support in the language(s) of schooling
  • Towards a Common European Framework of Reference for language teachers

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2015. Allar nánari upplýsingar og umsóknargögn eru á vef Tungumálamiðstöðvarinnar og hjá Eyjólfi Má Sigurðssyni: ems@hi.is eða Sigrúnu Ólafsdóttur.

Sjá líka frekari uppl. á vef Rannís









Þetta vefsvæði byggir á Eplica