Ný COST verkefni samþykkt

4.7.2014

Fjörutíu og eitt nýtt COST verkefni var samþykkt í júní. Aðkoma að verkefnunum er einföld og opin fyrsta ár verkefnisins.

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum.  Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.  Verkefnið greiðir fyrir kostnað vegna ferða og ráðstefnuhalds en greiðir ekki kostnað við rannsóknaverkefnin sjálf.  COST verkefni hafa oft leitt til áframhaldandi samstarfs á milli þátttakenda í styrkumsóknum í stærri verkefni.

Ísland getur tilnefnt tvo fulltrúa í hvert verkefni.  Aðkoma að COST verkefnum er mjög einföld og öllum opin fyrsta ár verkefnisins. Nánari upplýsingar um einstök verkefni má finna undir sk.  “Memorandum of Understanding” á heimasíðu hvers verkefnis eða með því að hafa samband við Katrínu Valgeirsdóttur hjá Rannís. Nánar um COST hér.


Ný COST verkefni samþykkt í júní 2014.

Smellið á heiti verkefnisins til að fá nánari upplýsingar:







Þetta vefsvæði byggir á Eplica