Kynning á orkuáætlun Horizon 2020

Fræðsla - stuðningur - aðstoð

10.10.2014

Kynningarfundur 28. október sem fylgt verður eftir með vinnustofu og tengslamyndun 30. október.

Í því skyni að styðja við og aðstoða íslensk fyrirtæki og stofnanir við að sækja um í Orkuáætlun Horizon2020 hafa Rannís, Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Iceland Geothermal og GEORG tekið höndum saman og ákveðið að efna til átaks með nýju verklagi. Haldnir verða tveir viðburðir um áætlunina daganna 28 og 30. október nk.

Á fyrri fundinum verður áætlunin kynnt fyrir umsækjendum, í kjölfarið fá þátttakendur reynslusögu af því hvernig það er að sækja um og taka þátt í verkefni og að lokum verður gerð grein fyrir þeim stuðningi sem íslenskum aðilum stendur til boða.

Síðari fundurinn verður á vinnustofuformi.  Þar verður stutt kynning á klasasamtarfi í jarðhita og þeim möguleikum sem það bíður uppá sem og stuttar kynningar frá ráðgjafafyrirtækjum á þessu sviði þar sem áhersla verður lögð á aðstoð til umsækjenda.

 
Markmiðið er að veita þátttakendum:

  1. Fræðslu um helstu atriði í orkuáætlun Horizon2020,
  2. Upplýsingar um þann stuðning sem fyrirtækjum og stofnunum standur til boða,
  3. Reynslusögur um hvernig er að sækja um og reka verkefni,
  4. Kynningu á þeirri þjónustu sem ráðgjafafyrirtæki hérlendis bjóða uppá.
Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér

Dagskrá: 
 
Kynningarfundur, þriðjudaginn 28.október 09:15-12:00.
Staðsetning: Orkugarður Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. 

 
Vinnustofan, fimmtudaginn 30 október 14:00-16:00.  
Staðsetning: Orkugarður Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

  1. EVRIS
  2. MARKMAR
  • Spjall og tengslamyndum á milli þátttakenda og fulltrúa Rannís, Evrópumiðstöðvar á  Nýsköpunarmiðstöð, GEORG,  Iceland Geothermal og ráðgjöfa frá EVRIS, MARKMAR og Ýr Consulting.

 
Við vonumst til að sjá sem flesta.
 
Þeir sem vilja afla sér frekari upplýsinga eða hafa aðkomu að viðburðinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Kristmund Þór Ólafsson hjá Rannís, fyrir 20. okt. nk.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica