NordForsk styrkir öndvegissetur í norðurslóðarannsóknum

23.10.2014

NordForsk lýsir eftir umsóknum um öndvegissetur í rannsóknum á norðurslóðum innan áætlunar sem ber heitið Responsible Development of the Arctic: Opportunities and Challenges - Pathways to Action

Fjármagn til öndegissetranna kemur frá NordForsk, Rannís, Rannsóknarráðum Svíþjóðar og Noregs, Finnsku akademíunni, danska mennta- og vísindamálaráðuneytinu og Grænlandi. Umsóknarfrestur er til 4. mars 2015, kl. 14:00 að miðevrópskum tíma. Hægt er að sækja um í gegnum þennan tengil.

Alls verða til úthlutunar um 85 milljónir norskra króna til öndvegissetra sem rannsaka þverfagleg viðfengsefni og áskoranir á norðurslóðum. Hvert öndvegissetur getur sótt um að hámarki 30 milljónir norskra króna.

Upplýsingar um áætlunina hér: “Responsible Development of the Arctic: Opportunities and Challenges - Pathways to Action”.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica