Hlýtur 300 milljóna rannsóknastyrk úr Horizon 2020

20.2.2015

Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, hefur hlotið 300 milljóna króna styrk frá Evrópska rannsóknaráðinu (ERC) undir Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.

Styrkinn hlýtur Inga Dóra til að vinna að þverfaglegum rannsóknum sínum um áhrif streitu á líðan barna og ungmenna og mun hann gera henni kleift að byggja upp rannsóknahóp og víðtækari rannsóknir á þessu sviði.

Styrkir Evrópska rannsóknaráðsins (ERC) flokkast undir sk. Öndvegisrannsóknir (Excellent Science) undir Horizon 2020 og veitir ráðið tvær tegundir styrkja til vísindamanna sem teljast í fremstu röð innan sinna fræðasviða í Evrópu, annars vegar Starting Grants og hins vegar Advanced Grants.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica