Hvað er vísindafólk að rannsaka?

6.3.2015

Fimmtudaginn 12. mars kl. 14-17 verður opinn kynning á Rannsóknasjóði, úthlutun hans og fjölbreyttum verkefnum sem sjóðurinn styrkir. Kynningin verður haldin á Hótel Sögu, 2. hæð.

Markmið kynningarfundarins er að kynna starfsemi sjóðsins og það fjölbreytta vísindastarf sem hann fjármagnar. Á dagskránni verða áhugaverð erindi og veggspjaldakynningar þar sem vísindamenn kynna rannsóknir sínar á öllum sviðum vísinda. Upplýsingar um Rannsóknasjóð hér.

Fundarstjóri verður Brynja Þorgeirsdóttir, fjölmiðlakona.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!


Dagskrá:

Kl. 14:00-15:30 Opnun og kynningar verkefna

  • Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, opnar fundinn.
  • Guðrún Nordal, formaður stjórnar Rannsóknasjóðs flytur ávarp.

Verkefnakynningar (í stafrófsröð):

  • Forspárþættir heilsu og hegðunar meðal ungs fólks. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík.
  • Meðfædd bakteríudrepandi peptíð gegn sýkingum og ónæmum bakteríustofnum. Guðmundur H. Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands.
  • Rannsókn á einhleypum konum í hópi vesturfara, 1870-1914. Sigríður Matthíasdóttir, fræðimaður við Reykjavíkurakademíuna.
  • Vöktun virkra jarðskjálftasprungna og kortlagning jarðskjálftaáhættu í þéttbýli. Benedikt Halldórsson, vísindamaður við Háskóla Íslands.
  • Þróun rafefnahvata fyrir vistvæna og sjálfbæra eldsneytis- og áburðarframleiðslu. Egill Skúlason, dósent við Háskóla Íslands.

15:30-17:00 Veggspjaldasýning

Kynnt verða 40 verkefni sem hlutu nýja styrki á árunum 2013 og 2014.

Í lok kynningar verður boðið upp á léttar veitingar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica