Úthlutun úr barnamenningarsjóði 2015

22.4.2015

Stjórn barnamenningarsjóðs auglýsti eftir umsóknum í sjóðinn í febrúar 2015. Rannís bárust 75 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni og námu samanlagðar styrkbeiðnir rúmlega 94 milljónum króna.

Stjórn sjóðsins hefur valið eftirfarandi 7 verkefni til að hljóta styrk úr sjóðnum:

 Umsækjandi  Heiti á verkefni  Úthlutað
Bryndís Björgvinsdóttir Unglingurinn - bók út frá leiksýningu  400.000 kr.
Eva Þengilsdóttir Sýningin Nála byggð á samnefndri bók
430.000 kr.
Guðjón Trausti Árnason Leiksýning sem miðlar hinni norrænu goðafræði 500.000 kr.
Gunnar Theodór Eggertsson Sýndarleikhús 800.000 kr.
Kjartan Yngvi Björnsson Furðusmiðjan, læsi og ritfærni 590.000 kr.
Myndlistarskólinn Listasmiðjur f. 6-12 ára börn og fjölskyldur 180.000 kr.
Tíu Fingur Skrímslið litla systir mín - tónverk* 500.000 kr.

  Samtals  3.400.000 kr.

*Rangt verkefnisheiti var birt í upprunalegu fréttinni

Athugið að taflan er birt með fyrirvara um villur.

Frekari upplýsingar um Barnamenningarsjóð









Þetta vefsvæði byggir á Eplica