Yfir eitt þúsund einstaklingar í nám og þjálfun erlendis með styrk frá Erasmus+

20.5.2015

Rannís hefur úthlutað náms- og þjálfunarstyrkjum árið 2015 úr menntahluta Erasmus+ áætlunar ESB. Yfir eitt þúsund einstaklingar njóta góðs af styrkjunum að þessu sinni. Það er 30% aukning frá síðasta ári.

Ríflega 400 m.kr. var úthlutað til 39 verkefna með þátttöku nærri eitt hundrað skóla, fyrirtækja og stofnana, en eftirspurn var næstum tvöföld.

Að þessu sinni var hæstum styrkjum úthlutað til Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Tækniskólans og Iðunnar fræðsluseturs. Þessi verkefni gefa nemendum og starfsfólki skóla á öllum skólastigum, fræðslustofnana og fyrirtækja tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun í 33 löndum í Evrópu. 

Íslenskir háskólar geta í fyrsta sinn fengið styrki til stúdenta- og starfsmannaskipta til landa utan Evrópu. Úthlutað var ríflega 30 m.kr. til slíkra verkefna sem fela meðal annars í sér samstarf við Armeníu, Ísrael, Bandaríkin og Kína.

Sveitarfélögum bauðst í fyrsta sinn að sækja um styrki fyrir hönd eigin skólastofnana og nýttu sér það vel. Af 40 umsóknum í skólahluta voru 5 frá sveitarfélögum með þátttöku um 50 leik- og grunnskóla.

Markmið Erasmus+ áætlunarinnar eru m.a. að styðja verkefni sem miða að því að efla grunnþætti eins og læsi og stærðfræði, ýta undir sköpunargáfu og frumkvæði nemenda, vinna gegn brotthvarfi, innleiða upplýsingatækni og almennt efla gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi.

Starfsfólk mennta- og menningarsviðs Rannís veitir allar nánari upplýsingar um úthlutunina og um Erasmus+ áætlunina. Netfangið er andres@rannis.is og símanúmerið 699 2522.


Eftirtaldir aðilar hlutu styrk að þessu sinni:

Háskólar

Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri og Listaháskóli Íslands fá samtals 1.600.000 evrur í hefðbundin nemenda og starfsmannaskipti. Þar að auki var í fyrsta skipti úthlutað úr svokölluðum ,,alþjóðlegum“ hluta Erasmus+ . Í þeim flokki var háskólunum úthlutað 224.366 evrum í verkefni til að styrkja tengsl við háskóla utan Evrópu.

Styrkþegi Heiti verkefnis Styrkupphæð
Háskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 782.109 €
Listaháskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 287.426 €
Háskólinn í Reykjavík Stúdenta- og starfsmannaskipti 252.975 €
Háskólinn á Bifröst Stúdenta- og starfsmannaskipti 163.476 €
Háskólinn á Akureyri Stúdenta- og starfsmannaskipti 52.064 €
Landbúnaðarháskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 36.213 €
Háskólinn á Hólum Stúdenta- og starfsmannaskipti 25.737 €
Samtals   1.600.000 €

 

Styrkþegi Heiti verkefnis Styrkupphæð
Háskóli Íslands Alþjóðasamstarf utan Evrópu 59.216 €
Listaháskóli Íslands Alþjóðasamstarf utan Evrópu 89.620 €
Háskólinn á Akureyri Alþjóðasamstarf utan Evrópu 31.890 €
Háskólinn í Reykjavík Alþjóðasamstarf utan Evrópu 28.340 €
Háskólinn á Hólum Alþjóðasamstarf utan Evrópu 15.300 €
Samtals   224.366 €


Leik-, grunn- og framhaldsskólar

Skólar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi hlutu samtals 311.456 evrur. Eftirtaldir skólar og fræðsluaðilar hlutu styrki:

Styrkþegi Heiti verkefnis Styrkupphæð
Brekkubæjarskóli Málauðugt umhverfi í daglegu starfi 13.800 €
Brekkuskóli Starfsþróun og menntun kennara í Brekkuskóla 27.050 €
Flúðaskóli Heimskt er heimaalið barn 17.990 €
Geislabaugur Uppeldisfræðilegar skráningar 13.260 €
Hlíðaskóli Upplýsingatækniþjálfun í Hlíðaskóla 4.530 €
Kópavogsbær Spjaldtölvur við kennslu 32.720 €
Leikskólinn Reynisholt Að lesa og leika list er góð 8.940 €
Leikskólinn Jötunheimar Aukin samskiptafærni, skilningur á fjölmenningu og þekking á verkefnastjórnun 4.180 €
Lundarskóli Endurmenntun kennara og stjórnenda 4.140 €
Menntaskólinn á Tröllaskaga Skapandi lausnir í skólastarfi 10.980 €
Menntaskólinn við Sund Starfsþróun í gegnum aukna félagslega hæfni 18.040 €
Oddeyrarskóli Starfsþróun kennara og stjórnenda í Oddeyrarskóla 15.870 €
Reykjavíkurborg- Skóla og frístundasvið Útikennsla í leikskólum 49.780 €
Skólaþjónusta Árborgar Nám, störf og lærdómssamfélag 29.040 €
Sveitarfélagið Skagafjörður Innra og ytra mat í leik- og grunnskólum í Skagafirði 22.860 €
Sæmundarskóli Námskeið fyrir enskukennara í Skotlandi 4.650 €
Vatnsendaskóli Netnám í grunnskóla 11.400 €
Verkmenntaskólinn á Akureyri Samþætting menntunar 9.300 €
Verzlunarskóli Íslands Starfsþjálfun kennara 12.926 €
Samtals   311.456 €


Starfsmenntun

Skólar og fræðsluaðilar sem bjóða upp á starfsmenntun hlutu samtals 580.633 evrur í styrki. Eftirtaldir aðilar fengu styrki:

Styrkþegi Heiti verkefnis Styrkupphæð
Fjölbrautaskóli Vesturlands Tækniframfarir í málmiðnaði 3.580 €
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Aukin gæði í starfsnámi með notkun samræmdra evrópskra eininga 44.416 €
Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi Þróun framhaldsnáms fyrir hestamenn í tamningum, járningum  og hófhirðu 9.150 €
IÐAN fræðslusetur ehf. Starfnáms nemenda í löggiltum iðngreinum II 142.400 €
Menntaskólinn a Ísafirði Innsýn í starfsgreinar, hæfni og hefðir í starfsmenntun í norður Evrópu 20.342 €
Myndlistarskólinn í Reykjavik Nýjungar í efnum og aðferðum inn Evrópu 86.753 €
Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins Árangursríkt samstarf 146.718 €
Verkmenntaskólinn á Akureyri Starfsþjálfun nemenda og kennara í VMA 127.274 €
Samtals   580.633 €


Fullorðinsfræðsla

Eftirtaldir aðilar innan fullorðinsfræðslugeirans hlutu samtals 53.320 evrur í styrki:

Styrkþegi Heiti verkefnis Styrkupphæð
Áskorun ehf Starfsþjálfun starfsmanna Áskorunar 1.690 €
Eyþing samband sveitarfélaga/Menningarráð Eyþings Sjálfboðaliðastarf og áhugamenn í listum og menningu 6.360 €
Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi Vendinám í fullorðinsfræðslu 8.840 €
Símenntunarmiðstöðin á  Vesturlandi Kynnisferð v. fullorðinsfræðslu fatlaðra 9.060 €
Slysavarnafélagið Landsbjörg Skiptinám fyrir áhafnir björgunarbáta 27.370 €
Samtals   53.320 €


*Birt með fyrirvara um hugsanlegar villur í upphæðum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica