Verkefnastyrkir NordForsk á sviði samfélagslegs öryggis

13.11.2015

NordForsk hefur sent út tilkynningu um opið kall eftir umsóknum í tengslum við áætlun um samfélagslegt öryggi. Opnað hefur verið fyrir umsókniren skilafrestur umsókna verður 15. mars 2016.

Gert er ráð fyrir að úthlutað verði 4.2 milljón evrum til fimm verkefna þar sem gerð er krafa um samstarf þvert á landamæri og að hvert verkefni fyrir sig nái til þriggja ára í senn (að hámarki fjögur ár).

Áætlun um samfélagslegt öryggi er samnorræn áætlun með þátttöku Íslands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, en að þessu sinni er unnið í samstarfi við Rannsóknaráð Bretlands (ESRC) og Rannsóknarráð Hollands (NWO).

Þar sem um alþjóðasamstarf er að ræða er gerð krafa um að þrír eða fleiri aðilar frá þátttökulöndum (IS,SE,NO,FI, UK, NL) standi á bak við hverja umsókn og þar af verður a.m.k. einn þátttakandi að koma frá Bretlandi eða Hollandi. Rannsóknarfjármagn verkefna getur verið notað til að fjármagnað starf rannsakenda á rannsóknarstofnunum í eftirfarandi löndum. Danmörk, Finnlandi, Íslandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi.

Þema í fjármögnun rannsókna er þessu sinni er samfélag, traustleiki og öryggi á netinu ( Society, integrity and cyber security) og er sérstaklega hvatt til þverfaglegrar nálgunar félagsvísinda og annarra fræðasviða. Umsóknir skulu taka til eftirfarandi áherslusviða sem valin hafa verið fyrir kallið en sérstaklega er kallað eftir verkefnum sem taka til allra þriggja sviða.

Áherslusvið:

1.     Stjórnkerfi, viðmið og regluverk (Governance, norms and regulatory approaches)
2.     Skilningur á hegðun (Understanding behaviours)
3.     Eftirlit, friðhelgi einkalífs og gagnavernd ( Surveillance, privacy and data protection)
 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica