Mats- og úthlutunarferlið

Allar umsóknir sem berast sjóðnum fara í mat hjá stjórn Hljóðritasjóðs. Við mat á umsóknum er tekin mið af reglum og matskvarða Hljóðritasjóðs.

Stjórn Hljóðritasjóðs leggur mat á umsóknir með hliðsjón af hlutverki sjóðsins og auglýstum áherslum

Mat á umsóknum skal einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:

  1. gildi og inntaki verkefnis í því skyni að efla fjölbreytni íslenskrar tónlistar,
  2. umsækjandi hafi lagt fram raunhæfa verk- og fjárhagsáætlun fyrir verkefnið,
  3. starfsferli, faglegum og/eða listrænum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda,
  4. fjárhagsgrundvelli verkefnisins og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki.

Hafi umsækjandi áður fengið styrk úr Hljóðritasjóði þarf að liggja fyrir greinargerð hans um framkvæmd fyrra verkefnis og ráðstöfun styrkfjárins til að ný umsókn af hans hálfu komi til greina. Sé verk í vinnslu skal umsækjandi skila inn milliuppgjöri og skýrslu um stöðu verksins áður en tillaga er gerð um úthlutun annars styrks til umsækjanda.

Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni, gagnsæis og samkeppnissjónarmiða.

Öllum umsækjendum er svarað með tölvupósti. Þegar úthlutun liggur fyrir er birt fréttatilkynning um styrkþega á heimasíðu Rannís.

Við bendum á að samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 21. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, ber stjórnvaldi ekki að veita rökstuðning þegar um er að ræða úthlutun styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica