Uppbyggingarsjóður EES

EEA Grants

Fyrir hverja?

Stofnanir, háskóla, skóla, fyrirtæki, sveitarfélög, félagasamtök, stúdenta og kennara, menningarstofnanir o.fl.

Til hvers?

Samstarf á sviði rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar við viðtökuríki sjóðsins.

Umsóknarfrestur

Sjá lista yfir opna umsóknarfresti

Hvert er markmiðið?

Uppbyggingarsjóður EES (áður Þróunarsjóður EFTA) var stofnaður í þeim tilgangi að vinna gegn efnahags- og félagslegum mismun í þeim ríkjum sem aðstoðina þiggja. Heildarupphæð sem varið verður til styrkja á árunum 2014 - 2021 er 1,5 milljarður evra. Samhliða Uppbyggingarsjóði EES starfrækja Norðmenn jafnframt sérsjóð sem nemur 1,3 milljarði evra.

Hverjir geta sótt um?

Hvert styrktarland setur fram og rekur sína áætlun. Það þýðir að formlega verða fyrirtæki og stofnanir í þessum löndum að vera í forsvari fyrir umsókn um styrk til stjórnvalda í sínu landi. Í samræmi við stefnuskrá sjóðsins er skilyrði fyrir styrkveitingu að verkefnið sé a.m.k. tvíhliða, þ.e. þátttaka stofnana frá einu eða fleirum EFTA ríkja er skilyrði. Tekið skal fram að kostnaður stofnana frá EFTA ríkjum er greiddur í samræmi við þátt þeirra í verkefnunum og verðlag í viðkomandi ríki.

Hvað er Uppbyggingarsjóður EES?

Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af stjórnvöldum Noregs, Íslands og Liechtenstein. Markmið sjóðsins er að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EFTA ríkjanna innan EES og fimmtán viðtökuríkja sjóðsins í Evrópu.

Uppbyggingarsjóður EES starfar í sjö ára tímabilum og núverandi tímabil sjóðsins stendur frá 2014-2021, en framkvæmdatími verkefna gildir til apríl 2024. Heildarupphæð sem varið er til styrkja á árunum 2014 - 2021 er um 1,5 milljarður evra.

Hvert viðtökuríki sjóðsins setur fram og rekur sína áætlun um þátttöku í sjóðnum. Það þýðir að formlega verða fyrirtæki og stofnanir í þessum löndum að vera í forsvari fyrir umsókn um styrk til stjórnvalda í sínu landi. Í samræmi við stefnuskrá sjóðsins eru að jafnaði skilyrði fyrir styrkveitingu að verkefnið sé a.m.k. tvíhliða, þ.e. með þátttöku lögaðila frá Íslandi, Noregi og/eða Liechtenstein. Tekið skal fram að kostnaður þátttakenda frá EFTA ríkjum er greiddur í samræmi við þátt þeirra í verkefnunum og verðlag í viðkomandi ríki.

Samhliða Uppbyggingarsjóði EES starfrækja Norðmenn jafnframt sérsjóð sem nemur 1,3 milljarði evra.

Sjá nánar á vef Uppbyggingarsjóðs EES









Þetta vefsvæði byggir á Eplica