Stjórn

Mennta- og barnamálaráðherra skipar stjórn þró­un­ar­sjóðs náms­gagna á fjögurra ára fresti.

Hlut­verk sjóðsins er að stuðla að ný­sköp­un, þróun, gerð og út­gáfu náms­gagna fyr­ir leik-, grunn- og fram­halds­skóla. Sjóður­inn starfar sam­kvæmt lög­um um náms­gögn og þar er m.a. kveðið á um að stjórn hans ákveði skipt­ingu á fjár­mun­um sjóðsins og beri ábyrgð á um­sýslu hans.

Sjóðsstjórn er heim­ilt að fá aðstoð sér­fræðinga við mat á um­sókn­um. Enn­frem­ur seg­ir að mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra setji þró­un­ar­sjóði náms­gagna reglu­gerð, þar sem m.a. sé kveðið á um skipu­lag hans og regl­ur um út­hlut­un.

Stjórn­in skal eiga sam­ráð við kenn­ara og skóla og fylgj­ast með þróun og ný­sköp­un í náms­gagna­gerð fyr­ir leik-, grunn- og fram­halds­skóla. Ákvarðanir sjóðstjórn­ar um út­hlut­an­ir eru end­an­leg­ar og verður ekki skotið til æðra stjórn­valds. Fé­lag ís­lenskra fram­halds­skóla, Kenn­ara­sam­band Íslands og sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga til­nefna fjóra af fimm stjórn­ar­mönn­um. Mennta- og barna­málaráðherra skip­ar formann án til­nefn­ing­ar.

Mennta- og barnamálaráðherra skipaði í febrúar 2024 nýja stjórn þróunarsjóðs námsgagna. Um er að ræða fimm manna stjórn sem skipuð er til fjögurra ára í senn.
Formaður stjórnarinnar er  en ráðherra skipar hann án tilnefningar skv. 7. gr. laga nr. 71/2007 um námsgögn. Aðrir stjórnarmenn eru Ársæll Guðmundsson sem tilnefndur er af Skólameistarafélagi Íslands, Jóhanna Stella Oddsdóttir og Simon Cramer sem tilnefnd eru af Kennarasambandi Íslands og Helga Þórðardóttir sem tilnefnd er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica