Sögulegt afmælisþing!

Um þessar mundir eru 75 ár frá því að Rannsóknaráð ríkisins var sett á stofn með lögum árið 1940. Í sögulegu samhengi eru Rannís og Vísinda- og tækniráð beinir arftakar þess hlutverks sem ráðið var stofnað til í upphafi.

Til að fagna tímamótunum býður Rannís í samráði við Vísinda- og tækniráð til afmælisþings fimmtudaginn  26. nóvember 2015 frá kl. 14:00 til 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica, í sal A-B.

Gestum gefst kostur á að skyggnast inn í heim rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar, rifja upp söguna og horfa til framtíðar, auk þess sem Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs  verða afhent.

Þinginu lýkur með móttöku og léttum veitingum í boði mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Dagskrá:

Sjá frétt Vel heppnað afmælisþing








Þetta vefsvæði byggir á Eplica