Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands

Forsíðuborðar

Þjónusta, stuðningur og styrkir

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

...Fréttir

25.11.2021 : Stafræn tækifæri fyrir Ísland með nýju DIGITAL Europe áætluninni

DIGITAL Europe er ný styrkjaáætlun ESB sem leggur áherslu á að auka aðgengi að stafrænni tækni til fyrirtækja, einstaklinga og opinberra aðila. Í tilefni þess að fyrstu köllin hafa verið birt, bjóða Rannís og fjármála- og efnahagsráðuneytið til kynningar á áætluninni og tengdum stafrænum tækifærum fyrir íslenska aðila þann 2. des. nk.

Lesa meira

22.11.2021 : Námskeið í jafnréttisáætlunum Horizon Europe (Gender Equality Plan)

Rannís heldur námskeið á netinu 1. desember nk. frá 11:00-12:00 þar sem farið verður yfir jafnréttisáætlanir í Horizon Europe, helstu kröfur og innleiðingarferla.

Lesa meira

18.11.2021 : Sérfræðingur í rannsóknateymi

Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís. Starfið felur í sér umsjón með tveimur fagráðum Rannsóknasjóðs; fagráði raunvísinda og stærðfræði og fagráði verkfræði og tæknivísinda, umsjón með Loftslagssjóði og öðrum innlendum sjóðum og alþjóðlegum verkefnum á þessum fagsviðum með sérstakri áherslu á umhverfismál.

Lesa meira

18.11.2021 : Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe - stafræn tækni/digital hluti áætlunarinnar

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verður haldin 29. nóvember - 3. desember nk. í tengslum við Horizon Europe umsóknir á sviði Stafrænnar tækni, iðnaðar og geims.

Lesa meira

18.11.2021 : Arctic Research and Studies 2019 – 2020 framlengt til 31. maí 2022

Áætlunin Arctic Research and Studies 2019 – 2020 veitir sóknarstyrki til að styrkja samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Alltaf er opið fyrir umsóknir.

Lesa meira

Fréttasafn
Þetta vefsvæði byggir á Eplica