Útgjöld til rannsókna og þróunar héldu áfram að aukast verulega á árinu 2023 og námu rúmlega 114 milljörðum króna. Frá árinu 2018 hafa útgjöld tvöfaldast og munar þar mest um aukin útgjöld fyrirtækja til rannsókna og þróunar, en þau hafa meira en tvöfaldast á fimm árum. Telja má víst að opinber stuðningur hafi hvetjandi áhrif, en styrkir til nýsköpunarfyrirtækja þrefölduðust frá 2018 til 2023.
Lesa meiraTíunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Sjanghæ, Kína 23. - 24. apríl 2025.
Lesa meiraDr. Margrét Helga Ögmundsdóttir ræðir við gesti um rannsóknir sínar sem prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Lesa meiraHlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.
Lesa meiraRannís, Eyvör (NCC-IS) og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS) bjóða á viðburðinn „Varðmenn gegn netvættum – Styrkjum skjaldborgina!“ mánudaginn 17. febrúar í Fenjamýri, Grósku.
Lesa meiraÖll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög geta sótt um styrki, ein eða í samstarfi með öðrum bókasöfnum eða með aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu. Umsóknarfrestur er 17. mars 2025 kl. 15:00.
Lesa meiraEuroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 18. febrúar 2025 kl. 14:00-15:15 að íslenskum tíma verður fjallað um fimm víddir umhverfisvænnar starfsráðgjafar.
Lesa meira