Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands

Forsíðuborðar

Þjónusta, stuðningur og styrkir

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

...Fréttir

TS-logo

7.4.2020 : Tækniþróunarsjóður flýtir úthlutunum ársins

Í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs ákveðið að flýta öllum úthlutunum sjóðsins á árinu, í samráði við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Sjóðurinn heyrir undir ráðherra og hafa stjórnvöld, sem hluti af aðgerðum til að örva atvinnulífið, aukið fjármagn til sjóðsins um 700 milljónir króna á þessu ári.

Lesa meira

7.4.2020 : Umsóknafrestur í Innviðasjóð framlengdur til 20. maí

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest Innviðasjóðs sem vera átti 21. apríl til 20. maí vegna Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

6.4.2020 : Páskakveðja

Kæru viðskiptavinir Rannís. Við óskum ykkur og fjölskyldu ykkar gleðilegra páska.

Við viljum í leiðinni minna á að lokað er fyrir komur á skrifstofu okkar en unnt er að hafa samband við starfsmenn á skrifstofutíma milli 9-16, en netföng og bein símanúmer þeirra er að finna undir vefslóðinni: www.rannis.is/starfsemi/starfsmenn

Eins er hægt að senda tölvupóst á rannis@rannis.is eða hringja í síma 515 5800.

Gerlis Fugmann

1.4.2020 : Gerlis Fugmann ráðin nýr framkvæmdastjóri IASC

Gerlis Fugmann hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC). Hún hefur víðtæka starfsreynslu, hefur tekið þátt í rannsóknastarfi á norðurslóðum í meira en áratug og hefur mikla innsýn í málefni norðurslóða. Þá hefur hún unnið með vísindamönnum, alþjóðastofnunum og hagsmunaaðilum á heimskautssvæðinu og haft yfirumsjón með stórum verkefnum, viðburðum og fundum.

Lesa meira
Arctic_nov2019

26.3.2020 : Vísindavika norðurslóða á netinu hefst föstudaginn 27. mars

Ráðstefnan Vísindavika norðurslóða 2020 verður haldin í streymi á netinu 27. mars - 2. apríl. Í ljósi þess að ráðstefnan hefur verið flutt á netið, er hér að finna upplýsingar til að auðvelda aðgengi að fundum og fyrirlestrum.

Lesa meira

Fréttasafn


Á döfinni

ViðburðadagatalÞetta vefsvæði byggir á Eplica