154 milljónir króna í skapandi skólastarf

27.9.2016

Forsvarsmenn nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna í leik-, grunn- og framhaldsskólum skrifuðu í dag undir samninga við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. 

  • Stoltir verkefnisstjórar við undirritun samninga ásamt Andrési Péturssyni, verkefnisstjóra skólahluta Erasmus+ og Ágústi H. Ingþórssyni, sviðsstjóra mennta- og menningarsviðs Rannís.

Styrkupphæðinni, rúmlega 441 þúsund evra var úthlutað til tuttugu verkefna frá 18 skólum víðs vegar um land. Hæsti styrkurinn sem nemur 46 þúsund evrum rennur til Menntaskólans í Reykjavík til verkefnis varðandi nýtingu jarðefna og sjálfbærni í því sambandi. Til viðbótar styrkti Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi fjögur sams konar skólaverkefni um rúmlega 737.295  þúsund evrur.  Þannig að nú á haustmánuðum fara 24 verkefni af stað með þátttöku íslenskra skólastofnana fyrir tæplega 1,2 milljónir evra eða um 154 milljónir íslenskra króna.

Verkefnin sem hlutu styrk eru afskaplega fjölbreytt. Hvað varðar þemu þá snúa nokkur að frumkvöðlafræðum, eitt verkefni snýr að þjóðsögum og menningu, annað að fjölmenningu, nokkur eru tengd raunvísindakennslu og vísindum og enn önnur snúa að því að hlúa að þeim sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu. Tvö  verkefnanna tengjast umhverfismálum.  Verkefni Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki skoðar möguleika á því að framleiða umhverfisvænar hleðslustöðvar fyrir reiðhjól. Nemendur á ólíkum aldri taka virkan þátt í mörgum verkefnum, s.s. í gegnum nemendaskipti.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk að þessu sinni:

 Alls 20 verkefni – samtals 441.295 evrur (um 57 milljónir)*

Styrkþegi: Nafn á verkefni:
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Crossroads with the future: digital technology and education 18.960
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Reporters without frontiers 31.415
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Load easy - drive clean 19.460
Leikskólinn Klambrar Standards in early education for all 18.920
Grunnskólinn í Hveragerði Sharing Legends and Myths 14.870
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Sharing competencies in entrepreneurial learning. 24.655
Lækjarskóli Happily Ever After... 15.520
Víkurskóli  R.E.S.P.E.C.T.  (Respectful European Schools Pursue Equality & Cultural Tolerance) 20.320
Sæmundarskóli EUROPEANIZE YOURSELF : one Europe one people 24.405
Sæmundarskóli What makes the difference 20.875
Ölduselsskóli Move Together to an Healthy European Way 24.000
Landakotsskóli Bridging the Multicultural Diversities in Education 7.520
Leirvogstunguskóli Learn to Play, Play to Learn': A European Focus on Structured Play in Early Childhood. 27.050
Fjölbrautaskóli Suðurlands H2O not wasted 24.870
Krikaskóli Reach for the Stars 21.075
Grunnskóli Bolungarvíkur Let's talk about Europe 26.640
Menntaskólinn í Reykjavík Geo-resources - sustainability of a future generation 46.760
Leikskólinn Furugrund Tilfinningagreind 22.750
Grunnskólinn á Bakkafirði Engaging Young Entrepreneurs 16.230
Víðistaðaskóli Math 3.0. Amazing trip through history 15.000

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur









Þetta vefsvæði byggir á Eplica