Úthlutun Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2012

15.4.2012

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið mati umsókna og liggur úthlutun sumarsins 2012 nú fyrir.

Sjóðnum bárust alls 388 umsóknir í ár fyrir um 580 háskólanema. Umsóknarfresturinn rann út hinn 8. mars síðastliðinn. Alls var sótt um tæplega 270 milljónir króna eða laun í ríflega 1500 mannmánuði.

Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 70 milljónir króna til úthlutunar og hlaut alls 101 verkefni styrk (árangurshlutfall miðað við fjölda umsókna og veitta styrki er því 25,9%). Í styrktum verkefnum eru 169 nemendur skráðir til leiks í alls 415 mannmánuði.

Umsækjendur fá tölvupóst með nánari upplýsingum um styrkveitinguna. Athugið að sum verkefna hljóta færri mannmánuði í styrk en sótt var um. Hér er tengill í upplýsingar um úthlutun sjóðsins fyrir sumarið 2012.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica