Nýtt Vísinda- og tækniráð skipað

1.11.2012

Forsætisráðherra hefur skipað Vísinda- og tækniráð til næstu þriggja ára. Vísinda- og tækniráð starfar skv. lögum nr. 2/2003 og hefur m.a. það hlutverk að marka stefnu stjórnvalda á sviði vísinda- og tæknimála til þriggja ára í senn.

Eftirtaldir munu sitja í Vísinda- og tækniráði 2012-2015:

  • Tatjana Latinovic, sérfræðingur hjá Össur hf., án tilnefningar, til vara Agnar Helgason, Íslenskri erfðagreiningu.
  • Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, án tilnefningar, til vara Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Háskóla Íslands.
  • Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar og prófessor við Háskóla Íslands, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra, til vara Magnús Karl Magnússon, læknir, prófessor við Háskóla Íslands.
  • Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til vara Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.
  • Harpa Grímsdóttir, útibússtjóri Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands á Ísafirði, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til vara Berglind Hallgrímsdóttir, forstöðumaður IMPRU á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
  • Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, lektor við Hólaskóla, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til vara Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða.
  • Kristín Svavarsdóttir, vistfræðingur Landgræðslu ríkisins, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðherra, til vara Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Veðurstofu Íslands.
  • Magnús Gottfreðsson, læknir Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, tilnefndur af velferðarráðherra, til vara Þórunn Rafnar, Íslenskri erfðagreiningu.
  • Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, til vara Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands.
  • Jón Atli Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor Háskóla Íslands, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, til vara Róbert H.N. Haraldsson, prófessor við Háskóla Íslands.
  • Emma Eyþórsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins, til vara Jóhann Örlygsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.
  • Steinunn Gestsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins, til vara Inga Þórsdóttir, prófessor og forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.
  • Kormákur Hlini Hermannsson, Nox Medical, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands, til vara Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur ASÍ.
  • Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands, til vara Eyrún Valsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar ASÍ
  • Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins, til vara Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfisdeildar Samtaka iðnaðarins.
  • Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskeldisstöðva, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins, til vara Pétur Reimarsson forstöðumaður Samtaka atvinnulífsins.

Auk framangreindra eiga forsætisráðherra, sem jafnframt er formaður ráðsins, fjármála- og efnahagsráðherra, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, velferðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sæti í ráðinu.

Nánari upplýsingar um hlutverk og starfsemi Vísinda- og tækniráð er að finna á heimasíðu þess, www.vt.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica