Greining á rannsóknum og þróun í Evrópuríkjum og fleiri löndum

12.11.2012

Evrópusambandið gaf út í haust (2012) greiningu á rannsókna og þróunarkerfi aðildarríkja EES ríkja, annarra ríkja sem tengd eru rammaáætlunum ESB auk þess að fjalla um 20 önnur lönd.

Upplýsingar um rannsóknir og þróun í löndunum má nálgast hér.

Hér er á ferðinni afar yfirgripsmikið yfirlit yfir rannsókna- og þróunarkerfið þar sem gefið er yfirlit yfir kerfið og fjallað um rannsókna- og þróunarstefnu. Þá eru skoðuð ýmis stefnumið svo sem svæðisbundin rannsóknarstefna, uppbygging stjórnunar á rannsókna- og þróunarstefnu, umfjöllun um fjármögnun rannsókna og þróunar og umfjöllun um fyrirtæki og stofnanir sem stunda rannsóknir og þróunarstarf. Þá er til umræðu stefna Íslands í rannsókna og þróunarmálum í alþjóðlegu samhengi.

Hægt er að hlaða niður skýrslum um Ísland frá ERAWATCH og er skýrsla fyrir árið 2011 gefin út í ár. Hér er tengill í upplýsingar um Ísland sérstaklega.

ERAWATCH verkefnið gefur út áhugavert efni greiningu á málefnum rannsókna og þróunar fyrir Evrópulönd og önnur áhugaverð hagsvæði. Meðal annars eru skýrslur um rannsókna og þróunarkerfi Evrópulanda, tölfræði og skýringar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica