45 ný COST verkefni samþykkt

30.11.2012

Nú hafa 45 ný COST verkefni verið samþykkt - sjá yfirlit í þessum tengli.

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum.  Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, "workshops" og heimsóknir.  Verkefnið greiðir fyrir kostnað vegna ferða og ráðstefnuhalds en greiðir ekki kostnað við rannsóknaverkefnin sjálf.  COST verkefni hafa oft leitt til áframhaldandi samstarfs á milli þátttakenda í styrkumsóknum í stærri verkefni.

Ísland getur tilnefnt tvo fulltrúa í hvert verkefni.  Aðkoma að þessum verkefnum er mjög einföld og öllum opin fyrsta ár verkefnisins.

Nánari upplýsingar um einstök verkefni má finna undir þessum tengli.

Katrín Valgeirsdóttir hjá Rannís veitir upplýsingar um COST.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica