Umsóknir um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

11.1.2013

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna.

Umsóknarfrestur er til 11. febrúar 2013.

Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.  Markmiðið er að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. Forgangs nýtur efni sem stuðlar að því að efla starf í anda grunnþátta menntunar fyrir öll skólastigin í samræmi við aðalnámskrá.

Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu þegar við á.
 

Upplýsingar og umsóknargögn er að finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson í síma 525 4228 eða í tölvupósti á andres.petursson@rannis.is

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica