Námskeið í umsóknargerð í menntaáætlun Nordplus

21.1.2013

Landskrifstofa Nordplus mun standa fyrir námskeiði í notkun umsóknarkerfisins Espresso og umsóknargerð þann 31. janúar frá 14-16 í húsnæði Endurmenntunar HÍ.

Skráning á námskeiðið fer fram í þessum tengli hér. 

Vinsamlegast veljið vinnustofuna eftir því hvers konar verkefni þið ætlið að sækja um. Hafið samband við Sigrúnu Ólafsdóttur, Landskrifstofu Nordplus hjá Rannís ef þið eruð ekki viss um hvaða vinnustofu þið tilheyrið. Mælt er með því að taka með fartölvu og mjög mikilvægt er að þátttakendur á námskeiðinu séu búnir að stofna aðgang í espresso áður en þeir mæta á námskeiðið.

Áður en komið er á námskeiðið er gagnlegt að kynna sér Handbók Nordplus hér.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica