Ráðstefna Tækniþróunarsjóðs 25.-26. janúar

22.1.2013

Tækifæri og framtíðarsýn - ráðstefna Tækniþróunarsjóðs 25.-26. janúar í Ráðhúsi Reykjavíkur

Tækniþróunarsjóður boðar til ráðstefnu þar sem farið er yfir þau tækifæri sem sjóðurinn býður upp á, rætt um breytingar og framtíðarsýn sjóðsins, auk þess sem nokkur fyrirtæki, sem fengið hafa styrk úr sjóðnum, munu kynna sig og verkefni sín.

Allir áhugasamir um nýsköpun eru velkomnir.


Dagskrá:

Föstudagur 25. janúar

16:00        Opnunarávarp. Fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis
16:15   Hilmar Veigar Pétursson, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs og forstjóri CCP
16:30   Örkynningar nokkurra fyrirtækja sem fengið hafa styrk úr Tækniþróunarsjóði
17:00   Móttaka, tónlist og veitingar fyrir ráðstefnugesti

 

Laugardagur 26. janúar         

Dagskrá og kynningar milli kl. 10:00-16:00

Fyrirtæki kynna sig og verkefni sín auk þess sem aðilar úr stuðningsumhverfi nýsköpunar verða á staðnum. Boðið verður upp á pallborðsumræður um stoðkerfi nýsköpunar og um tengingu við atvinnulífið. Einnig verður farið í gegnum umsóknarferli sjóðsins.

10:30

   

Kynningar og pallborðsumræður:

10:30

 

Stuðningsumhverfi nýsköpunar og nýliðun Stjórnandi: Hilmir Ingi Jónsson frkvstj. Remake Electric

12:00

 

Tenging við atvinnulífið Stjórnandi: Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins

13:30

 

Tækniþróunarsjóður - nýjar áherslur og framtíðarsýn Sigurður Björnsson, sviðsstjóri hjá Rannís

Eftirfarandi fyrirtæki og stuðningsaðilar verða á staðnum kl. 10-16:

Controlant ehf     Flygildi ehf   Matís
Erki-tónlist ehf     Kúla - uppfinningar ehf   Klak
KERECIS ehf     MintSolutions ehf   Innovit
Rain Dear ehf     Sæbýli ehf   Arion banki
Þríhöfði ehf     Nýsköpunarmiðstöð Íslands   Landsbankinn
Rannís     ReMake Electric  








Þetta vefsvæði byggir á Eplica