Tilkynning vegna samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara

1.3.2013

Tilkynning vegna sjóðs SEF (Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara)

Á árinu 2012 ákvað Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara að gera sérstakt átak og bjóða upp á aukinn fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir framhaldsskólakennara. Til að mynda tvöfaldaði nefndin vettvangsnámsskeið framhaldsskólakennara skólaárið 2012-2013, jók styrki til skóla og hélt fleiri námskeið en venjulega. Þannig er þegar búið að ráðstafa stórum hluta af fjárveitingu sjóðsins 2013 vegna verkefna á skólaárinu 2012-13.

Vegna þessarar ráðstöfunar mun nefndin einungis veita nýja styrki á árinu 2013 til sumarnámskeiða framhaldsskólakennara.

Sjá má yfirlit yfir þau námskeið á vefsíðu Rannís (birt fljótlega). Metið verður síðar á árinu, í ljósi fjárhagsstöðu sjóðsins þá, hvort og hvernig hvernig nefndin getur stutt frekar við símenntun framhaldsskólakennara.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica