Rannsóknarsjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar: umsóknarfrestur til 30 apríl

2.4.2013

Rannís lýsir eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar.

Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni. Stjórn sjóðsins metur umsóknir eftir gæðum rannsóknaverkefnanna og tengslum þeirra við markmið sjóðsins, færni og reynslu umsækjenda til að stunda rannsóknir og aðstöðu til að sinna verkefninu.

Hámarksstyrkupphæð fyrir árið 2013 er 1 milljón króna.

Upplýsingar og umsóknargögn hér.

Guðlaug Þ. Kristjánsdóttir hjá Rannís veitir nánari upplýsingar, gudlaug.kristjansdottir@rannis.is, sími 515 5818.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica