Rannsóknasjóður - umsóknarfrestur 1. júní

15.4.2013

Rannís lýsir eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði. Frestur til að skila umsóknum í Rannsóknasjóð fyrir styrkárið 2014 rennur út 1. júní 2013.

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknum er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir.

Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér rækilega reglur sjóðsins en þær hafa tekið nokkrum breytingum frá styrkárinu 2013.

Rafrænt umsóknarkerfi opnar innan skamms.


Rannsóknanámssjóður sameinaðist Rannsóknasjóði um síðustu áramót, og er útfærsla styrkja til doktorsnema nú til umfjöllunar hjá stjórninni. 

Minnt er á doktorsnemar eru þátttakendur í langflestum verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir, og hefur stór hluti fjármagns úr Rannsóknasjóði farið til doktorsnema undanfarin ár.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica