Styrkir til nýsköpunarverkefna í endurbótum á byggingum - Nordic Built

22.4.2013

Nordic Innovation, ásamt samstarfsstofnunum á Norðurlöndunum, auglýsa opinn umsóknarfrest vegna Nordic Built, sem styrkir nýsköpunarverkefni á sviði endurbóta á gömlum byggingum.

Umsóknarferlið er tveggja þrepa og skal skila inn forumsókn (Expression of Interest) fyrir 1. júní nk. fyrir kl. 14 að íslenskum tíma, í gegnum heimasíðu Nordic Innovation.

Skilyrði fyrir styrkhæfi:

  • Þátttakendur í verkefnunum skulu koma frá Norðurlöndunum, þremur hið minnsta, og standa fyrir sameiginlegu nýsköpunar- eða þróunarverkefni sem miðar að endurbótum á eldri byggingum og umhverfi þeirra.
  • Nordic Built getur styrkt verkefni sem unnin eru af einkafyrirtækjum, opinberum fyrirtækjum, rannsóknarstofnunum og háskólum sem hafa aðsetur í einhverju Norðurlandanna.
  • Verkefnið skal miða að endurbótum á eldri byggingum og umhverfi þeirra.
  • Opinber fjármögnun verkefnisins getur að hámarki orðið 50% af heildarkostnaði. Sjá nánar um viðurkenndan kostnað Tækniþróunarsjóðs,sem leggur til íslenst fjármagn til verkefna.
  • Lengd verkefna er að hámarki 36 mánuðir.

Nánari upplýsingar um Nordic Built má finna á heimasíðu Nordic Innovation hér.

Nánari upplýsingar veita:

Björn Víkingur Ágústsson hjá Rannís

Björn Marteinsson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Í mati Rannís á styrkhæfi verkefna verður farið eftir þeim kröfum sem settar eru um verkefnisstyrki hjá Tækniþróunarsjóði. Hámarksstyrkur til íslenskra þátttakenda er 15 m.kr. á ári í 3 ár.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica