Kynning á Pure-upplýsingakerfinu til mats á gæðum og árangri rannsókna

6.5.2013

Upplýsingakerfi um mat á gæðum og árangri í rannsóknum hjá háskólum og rannsóknastofnunum:

Kynning á Pure-upplýsingakerfinu til mats á gæðum og árangri rannsókna

Mánudaginn 13. maí kl. 09:30-12:00 í Þjóðarbókhlöðunni

Rannís, í samstarfi við Landsbókasafn/Háskólabókasafn býður til kynningarfundar á Pure-kerfi til mats á gæðum og árangri rannsókna með fulltrúum Atira og Elsevier, Bo Alröe og Helen de Mooij.

Á fundinum verða kynntir kostir Pure-kerfisins sem  hannað er af Atira í Danmörku og nýtt af 73 aðilum í rannsókna- og heilbrigðisgeiranum víðsvegar í Evrópu.

Rannsóknastjórar, vísindamenn, skjalastjórar og aðrir forsvarmenn rannsóknastarfsemi eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér kosti Pure. Sjá einnig heimasíðu Pure: www.atira.dk/en/pure/

Kynningin mun fara fram á ensku.

Boðið verður upp á kaffi og vínarbrauð

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til:  Einar.Hreinsson@rannis.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica