Munið umsóknarfrest Tónlistarsjóðs 23. maí

21.5.2013

Rannís minnir á að umsóknarfrestur um styrki úr tónlistarsjóði hefur verið framlengdur til 23. maí nk.

Hlutverk tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þess. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild.

Hér er tengill í upplýsingar um sjóðinn, leiðbeiningar fyrir umsækjendur og aðgang að rafrænu umsóknarkerfi Rannís.

Frá 2013 færist umsýsla tónlistarsjóðs frá mennta- og menningarmálaráðuneyti til Rannís.

Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Zoëga og Lýður Skúli Erlendsson.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica