Evrópumerkið / European Language Label 2013

12.8.2013

Tungumálakennarar athugið!
Evrópumerkið / European Language Label árið 2013.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og menntamálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning verði veitt á Uppskeruhátíð Evrópuáætlana í nóvember 2013.  

Umsóknarfrestur um Evrópumerkið er til 1. september nk. Umsóknum er skilað rafrænt til Rannís í þessum tengli.

Eftirfarandi þemu verða sett í forgang árið 2013:

  1. Tækninýjungar í tungumálakennslu og tungumálanámi
  2. Fjöltyngi í skólastofunni

Sjá nánari lýsingu á forgangsatriðunum á heimasíðu Evrópumerkisins hér. 

Forgangssviðin eru ekki bindandi

Nánari upplýsingar um Evrópumerkið ásamt yfirliti yfir íslensk verkefni sem hafa áður hlotið viðurkenningu hér. 

Nánari upplýsingar gefur Sigríður Vala Vignisdóttir hjá Rannís í síma 515 5843 eða í netfanginu sigridur.vala.vignisdottir@rannis.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica