Ráðstefna Rannsóknaþings norðursins

18.8.2013

Dagana 22.-23. ágúst nk. fer fram í Háskólanum á Akureyri sjöunda ráðstefna Rannsóknarþings Norðursins, e: Northern Research Forum (NRF) en áður hafa ráðstefnur NRF verið haldnar, auk Íslands, í Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Finnlandi og Svíþjóð. Að þessu sinni er rannsóknaþingið haldið í samvinnu við Evrópuverkefnið ESPON/ENECOM.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Umhverfisbreytingar á norðlægum slóðum og verða um 60 erindi flutt á ráðstefnunni í  fjölda málstofa. Yfir hundrað manns hafa þegar skráð sig og er búist við um 120 þátttakendum. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson opnar ráðstefnuna. Rannís hefur ásamt öðrum samstarfsaðilum tekið þátt í að undirbúa og skipuleggja ráðstefnuna.

Allar nánari upplýsingar og skráningareyðublað er að finna á www.nrf.is

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica