Vísindakaffi í kvöld: Atgervi íslenskra ungmenna: er allt á niðurleið?

25.9.2013

Erlingur Jóhannsson prófessor í íþrótta- og heislufræðum og Sunna Gestsdóttir doktorsnemi, bæði frá menntavísindasviði HÍ, verða á vísindakaffi Rannís í kvöld.  Umfjöllunarefnið kemur okkur öllum við, en það snýr að almennu heilsufarsástandi ungs fólks á Íslandi.

Á vísindakaffinu verður fjallað um niðurstöður rannsókna á þessu sviði og rætt um hvað hægt er að gera til að bregðast við.

Þau Erlingur og Sunna munu opna á þarfar umræður á notalegu vísindakaffikvöldi.

Allir velkomnir í vísindakaffi Rannís á Súfistann í kvöld kl. 20!









Þetta vefsvæði byggir á Eplica