Vísindavaka í dag - allir velkomnir!

27.9.2013

Vísindavaka Rannís er í dag, 27. september í Háskólabíói kl. 17-22. Vakan verður sett í stóra salnum kl. 17 með því að Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun.

Sýningarsvæðið er opið milli 17-22 og hægt verður að rölta um og kynna sér margvísleg viðfangsefni okkar fremstu fræðimanna. Boðið verður upp á vísindaþáttabíó í sal 1 og lifandi vísindamiðlun á sviðinu í stóra salnum.

Vísindafólk um alla Evrópu á stefnumót við almenning í dag, en vísindavakan er haldin á sama tíma í yfir 300 borgum og bæjum í öllum löndum álfunnar.

Til hamingju með daginn vísindamenn!









Þetta vefsvæði byggir á Eplica