Rannsóknaþing og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

30.11.2013

Stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016

Rannsóknaþing verður haldið fimmtudaginn 5. desember kl. 8:30-10:30 á Grand hótel Reykjavík. Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs verða afhent á þinginu.

Á þinginu verður kynnt ný stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016 og boðið upp á opnar umræður um efni hennar með þátttöku helstu hagsmunaaðila og vísindasamfélagsins. Hvetjum alla áhugasama til að mæta, kynna sér stefnuna og taka þátt í umræðum.

Þátttaka tilkynninst í rannis@rannis.is


Dagskrá

8:30 Opnunarávarp
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra

8:50 Kynning á stefnu Vísinda- og tækniráðs 2013-2016
Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar
Sveinn Margeirsson, formaður tækninefndar

9:20 Pallborðsumræður um stefnu Vísinda- og tækniráðs

Þátttakendur í pallborði:
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Guðmundur F. Sigurjónsson, forstjóri Kerecis
Vilborg Einarsdóttir, forstjóri Mentor
Magnús Gottfreðsson, læknir og prófessor við Háskóla Íslands
Þórarinn Guðjónsson, formaður Vísindafélags Íslendinga

10:00 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Hilmar Bragi Janusson gerir grein fyrir starfi dómnefndar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir Hvatningarverðlaunin 2013

Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson

Munið að skrá ykkur í netfangi rannis@rannis.is

Morgunverður í boði fyrir gesti Rannsóknaþings frá kl. 8:15









Þetta vefsvæði byggir á Eplica