Úthlutun styrkja til rannsókna á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði

10.6.2014

Úthlutað hefur verið úr Rannsóknasjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar.

Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsókna á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni. Umsóknarfrestur var 20. maí sl.
Upplýsingar um sjóðinn hér.

Sjóðnum bárust tólf umsóknir og hlutu eftirtalin sex verkefni styrk:

 Styrkþegi  Heiti verkefnis
Styrkur
Áslaug Agnarsdóttir Skrá yfir þýðingar íslenskra miðaldabókmennta  500.000
Hallgrímur J. Ámundason
Seðlasafn Danska herforingjaráðsins  1.000.000
Bragi Þorgrímur Ólafsson
Íslensk bóksaga. Fyrirlestrarröð í Þjóðarbókhlöðu 150.000
Örn Hrafnkelsson
Bókaeign á Íslandi á 19. öld kortlögð 750.000
Elín Erlingsdóttir
Íslensk kortagerð til sérstakra eða persónulegra nota – verk tveggja horfinna kortagerðarmanna.  1.áfangi.  600.000
Birgir Vilhelm Óskarsson
Söguleg jarðfræðikort af Austurlandi fá nýtt útlit  400.000

Þetta vefsvæði byggir á Eplica