Alþjóðleg gögn um félagslegan ójöfnuð og umhverfismál - verkefnislok í Rannsóknasjóði

21.11.2013

Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við HÍ og Sigrún Ólafsdóttir, dósent í félagsfræði við Boston University, fengu þriggja ára rannsóknastyrk frá Rannsóknasjóði í verkefni sem bar titilinn „Alþjóðleg gögn um ójöfnuð og umhverfismál“ árin 2010-2012.

 small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Alþjóðleg gögn um félagslegan ójöfnuð og umhverfismál
Verkefnisstjóri: Jón Gunnar Bernburg
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 10,75 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  090650

 

Styrkurinn fór í að framkvæma tvær spurningalistakannanir sem báðar eru hluti af alþjóðlega verkefninu International Social Survey Programme (ISSP). Fyrri könnunin fjallaði um ójöfnuð en hin seinni um umhverfismál. Gagnaöflun stóðst áætlun, en báðar kannanirnar voru framkvæmdar af félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Fyrri könnunin er nú í opnum aðgangi á heimasíðu alþjóðlega verkefnisins (issp.org) og stefnt er að því að síðari könnunin verði þar líka von bráðar. Fjölmörg erindi hafa verið flutt um niðurstöður rannsóknanna auk bókakafla og greina í alþjóðlega ritrýndum fagtímaritum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica