Lífsgildi Íslendinga 2009 – verkefnislok

18.12.2013

Friðrik H. Jónsson (1951-2010) fékk þriggja ára rannsóknastyrk frá Rannsóknasjóði í verkefnið Lífsgildi Íslendinga 2009.  Eftir lát hans tók Fanney Þórsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands við sem verkefnisstjóri.  

small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis:  Lífsgildi Íslendinga 2009
Verkefnisstjóri:  Friðrik H. Jónsson/Fanney Þórsdóttir
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Styrkfjárhæð: 18,06 millj. kr. alls

Markmið verkefnisins var að kanna lífsgildi Íslendinga og er könnunin  hluti af viðamikilli evrópskri könnun sem nefnist European Value Study.  Gögnin eru aðgengileg á heimasíðu evrópsku könnunarinnar.  Niðurstöður hafa verið birtar í innlendri grein, erindi flutt á innlendri ráðstefnu og í skýrslu sem er aðgengileg á heimasíðu Félagsvísindastofnunar HÍ.  Tvær meistararitgerðir í sálfræði við Háskóla Íslands byggðu á verkefninu.  Tvær tímaritsgreinar hafa verið sendar til birtingar í ritrýnd erlend fagtímarit og bókin Þróun lífsgilda Íslendinga frá árinu 1984 til 2009 er væntanleg. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica