Lyf úr lýsisafurðum - verkefnislok

10.1.2013

Lipid Pharmaceuticals ehf. (LP) var stofnað 10. janúar 2009 sem samvinnuverkefni Háskóla Íslands, Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) og Lýsi hf um þróun og rannsóknir á stílum sem innihalda fitusýrur til lækninga. Þróun þessara stíla á sér þó lengri sögu eða aftur til ársins 2005 þegar rannsóknarvinna við verkefnið hófst.  Hjá fyrirtækinu starfa nú 4 einstaklingar.

Heiti verkefnis: Lyf úr lýsisafurðum
Verkefnisstjóri: Orri Þór Ormarsson, Lipid Pharmaceuticals ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 27 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: RAN090916-1810

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Fyrirtækið hefur fengið til liðs við sig sérfræðinga á mismunandi sviðum auk aðkomu stjórnarmeðlima sem hafa víðtæka reynslu og þekkingu.

Lýsi hf. er stofnfjárfestir í LP en að auki hefur LP fengið úthlutuðum verkefnisstyrk frá Tækniþróunarsjóð ári 2010 til 3ja ára og tveimur styrkjum frá AVS 2009 - 2011.

Fyrirtækið hefur þróað og rannsakað lyf (stíla) sem inniheldur lýsi og  fríar fitusýrur unnar úr lýsi. Þróuð hefur verið forskrift og framleiðsluaðferð fyrir lyfið. Framleiðsla hráefna og lyfs fer fram samkvæmt  gæðastöðlum lyfjayfirvalda (GMP). Hráefni eru framleidd hjá Lýsi hf. og lyfið sjálft er framleitt hjá PharmArctica á Grenivík.

Vinna sem framkvæmd er á rannsóknarstofum fer fram hjá Háskóla Íslands (lyfjafræðideild), Matís ohf., ArcticMass, Mylnefield  (Skotlandi) og Lýsi hf.

Framkvæmdar hafa verið þrjár klínískar rannsóknir á lyfinu. 

Fasa I þolrannsókn, fasa II rannsókn á úthreinsunar hjá einstaklingum sem gangast undir ristilspeglanir (LSH, Læknasetrið Mjódd, Læknastöðin Glæsibæ) og fasa IIb rannsókn  við bráðri hægðatregðu hjá börnum á Bráðamóttöku barna (LSH).

Megin niðurstaða þessara rannsókna er að rannsóknarstílarnir virka sem lyf til úttæmingar fyrir speglanir og sem lyf við hægðatregðu í börnum. Rík ástaða er til frekari rannsókna og þróunar á lyfinu og þegar er hafinn undirbúningur á framhalds rannsóknum auk þess sem að samhliða er unnið að markaðsmálum.  Áætluð lokaniðurstaða verkefnisins er lyf tilbúið til framleiðslu og markaðssetningar, lyf þetta væri jafnframt fyrsta skráða íslenska frumlyfið á markaðnum.

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit

Ormarsson OT,  Geirsson T,  Bjornsson ES,  Jonsson T,  Moller PH,  Loftsson T, Stefansson E. Clinical Trial: Marine Lipid Suppositories as Laxatives.Mar. Drugs 2012, 10(9), 2047-2054.

Clinical trial: Marine lipid suppositories as bowel preparation

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica