Markaðssetning sárastoðefnis úr fiskpróteinum - verkefnislok

10.1.2013

Kerecis ehf. hefur þróað aðferðir og tækni til að umbreyta þorskroði í verðmæta lækningavöru sem m.a. má nota til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Um er að ræða lífrænt stoðefni sem komið er fyrir í sárabeði þar sem æðar vaxa inn í efnið og frumur setjast að. Efnið brotnar svo niður þannig að eftir stendur fullburða vefur.

Heiti verkefnis: Markaðssetning sárastoðefnis úr fiskpróteinum
Verkefnisstjóri: Guðmundur F. Sigurjónsson, Kerecis ehf.
Tegund styrks. Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2010-2011
Fjárhæð styrks: 18 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 100610104

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þrálát sár eru alvarlegt heilbrigðisvandamál og hafa mikil áhrif á lífsgæði sjúklinga. Slík sár eru af ýmsum toga, m.a. legusár og fóta- og fótleggjasár hjá sykursjúkum og öldruðum. Þrálát sár eru einnig algengasta orsök aflimunar. Í Bandaríkjunum leiðir misheppnuð sárameðhöndlun t.d. til þess að rúmlega eitthundrað þúsund aflimanir eru framkvæmdar árlega.  Hérlendis eru framkvæmdar um tíu aflimanir árlega sem rekja má til þrálátra sára

Haustið 2010 hóf Kerecis verkefnið Markaðssetning sárastoðefnis úr fiskipróteinum. Meginverkþættir snéru að skráningu á sárastoðefni Kerecis í Bandaríkjunum og Evrópu (ásamt tilheyrandi prófunum), viðskiptaþróun í Bandaríkjunum og hönnun á framleiðsluútbúnaði og umhverfi.

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs við verkefnið var mikilvægur og gerði félaginu kleift að sækja frekari fjármögnun í verkefnið m.a. í formi hlutafjár.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica