Sjálfvirkt eftirlitskerfi fyrir sundlaugar - forverkefni lokið

11.1.2013

Hópur manna hefur á annað ár unnið að þróun á sjálfvirku eftirlitskerfi fyrir sundlaugar. Nú stendur til að setja upp frumútgáfu af kerfinu til reynslu í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að sannreyna búnaðinn við prófanir í sundauginni að Varmá í Mosfellsbæ.

 

Heiti verkefnis: Sjálfvirkt eftirlitskerfi fyrir sundlaugar
Verkefnisstjóri: Richard Már Jónsson
Tegund styrks. Forverkefnisstyrkur
Styrkár: 2011
Fjárhæð styrks: 1 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 111502

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Kerfið sem um ræðir vinnur þannig að sundlauginni er deilt upp í svæði sem skilgreind eru í kerfinu. Það getur verið yfirborð, miðsvæði og botnsvæði. Myndavélarnar sem vakta sundlaugina og eru tengdar skjámyndakerfi eru notaðar og tengdar inn á sjálfvirka eftirlitskerfið sem greinir hreyfingu og skilgreinir hvar í sundlauginni sú hreyfing á sér stað.

Ef kerfið skynjar hreyfingu í sundlauginni sem er niður við botnsvæðið, byrjar kerfið á að láta vita af hættunni, vaktmaður sundlaugarinnar getur þá brugðist við ef þurfa þykir. Ef kerfið skynjar hreyfingu sem staðnæmist við botn sundlaugarinnar og ekki hefur verið brugðist við viðvörunum til vaktmanna þá er send út önnur viðvörun sem hægt er að koma á framfæri til fleiri allt eftir aðstæðum.  

Einnig nýtist kerfið til vöktunar á sundlaugum utan venjulegs þjónustutíma sundlauga og er hægt að tímastilla það inn í kerfið. Þannig að ef óboðnir gestir fara í sundlaugina utan opnunartíma þá mun kerfði senda út viðvörun sem hægt er að senda til viðkomandi vöktunaraðila hverju sinni.

En þessi búnaður hentar sérstaklega vel  í almenningssundlaugar en þess má geta að yfir 300 börn undir 5 ára aldri drukkna árlega í Bandaríkjunum vegna skorts á eftirliti.  19% af öllum þeim sem drukkna í Bandaríkjunum drukkna í almenningssundlaugum með eftirliti. Þess má geta að 9 manns drukkna á dag í Bandaríkjunum að meðaltali.  http://www.injuryinformation.com/accidents/swimming-pools.php (16.02.2011)

Þessi nýjung mun einfalda starf sundlaugarvarða og auka öryggi sundlaugagesta, en ekki síðu mun þetta í framtíðinni geta verið áhugaverður kostur fyrir einkasundlaugar og heita potta.   Til þessa hefur einungis verið til einfaldur búnaður sem lætur vita ef eitthvað dettur í pott/sundlaug en ekki búnaður sem greinir hreyfingu og metur hvort hætta sé á ferðum. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica