Gæðastokkur - Freshfish - verkefni lokið í Tækniþróunarsjóði

14.1.2013

Verkefnið Gæðastokkur snerist um að þróa aðferðafræði til að meta gæði fersks fisks á hraðvirkan og áreiðanlegan hátt út frá magni skemmdarbaktería í fiskholdi.  Við geymslu og flutninga á fiski ráðast bakteríurnar inn í fiskholdið og vaxa þar og dafna á þeirri ofgnótt næringarefna sem þar er að finna.  Á sama tíma gefa þær frá sér ýmis efni sem orska skemmdareinkenni og lykt sem neytandanum fellur yfirleitt ekki vel í geð. Góðir vinnsluhættir og góð geymsluskilyrði lækka vaxtarhraða og lengja þar með geymsluþol afurðanna.  Eitt af þeim vandamálum sem hafa verið til staðar í fiskiðnaðinum er skortur á hraðvirkri og óhlutdrægri aðferðafræði til að meta gæði fisks án aðkomu matsmanna sem geta metið fiskinn með mismunandi hætti.

Heiti verkefnis: Gæðastokkur - Freshfish
Verkefnisstjóri: Eyjólfur Reynisson, Matís ohf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2010
Fjárhæð styrks: 13,68 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: RAN090914-1736

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Í verkefninu var því þróuð aðferð til að magngreina þessar tilteknu skemmdarbakteríur með DNA-aðferð.  Það var gert með því að skoða erfðaefni bakteríanna og finna svæði sem eru alveg sérstæð fyrir þær.  Þessi svæði eru svo notuð til greiningarinnar með svokallaðri real-time PCR-tækni. Framkvæmdar hafa verið ýmsar tilraunir til að skoða hvaða leiðir eru bestar og fljótlegastar til að meðhöndla sýnið, einangra erfðaefni úr þeim svo og fínstillingar á greiningaraðferðinni sjálfri.

Afurð verkefnisins er því DNA-greiningarsett fyrir þessar tilteknu bakteríur sem stefnt er að að markaðssetja sem gæðastjórnunartæki hér heima og erlendis fyrir aðilum í fiskiðnaði svo sem framleiðendum, kaupendum og smásölum.

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.

Erindi:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn H. Magnússon, Hélène L. Lauzon, Viggó Þór Marteinsson. Monitoring spoilage bacteria in food supply chains. Presentation: The 4th International Congress on Food and Nutrition together with the 3rd SAFE Consortium International Congress on Food Safety, 12-14 Oct. 2011. Istanbul, Turkey.

Skýrslur þar sem aðferðinni hefur verið beitt:

Björn Margeirsson, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Óðinn Gestsson, Emilía Martinsdóttir, Sigurjón Arason. Comparison of transport modes and packaging methods for fresh fish products - storage life study and life cycle assessment. Skýrsla Matís 35-12, 33 s. Lokuð skýrsla. Skýrsluágrip.

Aðalheiður Ólafsdóttir, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Sigurjón Arason, Eyjólfur Reynisson, Emilía Martinsdóttir. Effect of superchilled processing of whole whitefish - pre-rigor / Áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka. Skýrsla Matís 22-12, 34 s.

Hélène L. Lauzon, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eyjólfur Reynisson. Evaluation of a MAP system in EPS boxes for bulk storage of fresh food - Trial II / Samanburður á loftskiptum og hefðbundnum frauðumbúðum við geymslu á þorskafurðum. Skýrsla Matís 19-12, 18 s

Hélène L. Lauzon, Aðalheiður Ólafsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir. Effect of cooling and packaging methods on the quality deterioration of redfish fillets. Skýrsla Matís 27-11, 24 s.

Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Emilía Martinsdóttir. Effect of temperature control on the efficiency of modified atmosphere packaging of cod loins in bulk. Skýrsla Matís 21-11, 34 s.

Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Eyjólfur Reynisson, María Guðjónsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Radovan Gospavic, Nasimul Haque, Viktor Popov, Guðrún Ólafsdóttir, Tómas Hafliðason, Einir Guðlaugsson, Sigurður Bogason. Functionality testing of selected Chill-on technologies during a transport-simulation study of palletized cod boxes: qPCR for fish spoilage bacteria, SLP model and QMRA to evaluate pathogen growth in spiked cod. Skýrsla Matís 35-10, 31 s. 

Tilraunaskýrslur

DNA polymerasi í real-time PCR, Desiree Sehaafer, Eyjólfur Reynisson

Sýnaundirbúningur, Eyjólfur Reynisson

DNA einangrun lax, Þórdís Kristjánsdóttir, Eyjólfur Reynisson

Lax-seinni tilraun, Þórdís Kristjánsdóttir, Eyjólfur Reynisson

Multiplex qPCR report, Nadiene Knocke, Eyjólfur Reynisson

Ny aðferð til greiningar á B. thermosphacta_niðurstöður, Estelle Bruere, Eyjólfur Reynisson

Gæðaúttekt ýsu á neytendamarkaði, Þórdís Kristjánsdóttir, Eyjólfur Reynisson

Gæðavöktun matvæla með erfðatækni - Nýsköpunarsjóðsverkefni Þórdísar Kristjánsdóttur 2011









Þetta vefsvæði byggir á Eplica