Lyfjaskimun í sebrafiskum - verkefnislok í Tækniþróunarsjóði

23.1.2013

Fyrirtækið 3Z hefur hafið starfsemi. Markmið fyrirtækisins er  markaðssetning á aðferð til þess að nota sebrafiska til skimunar á lyfjum með  áhrif í miðtaugakerfi (CNS). Aðferðirnar eru mun ódýrari, hraðvirkari og mannúðlegri en þær sem eru mest eru notaðar í dag. Fyrirtækið hefur  lokið þróun á vélbúnaði, hugbúnaði og úrvinnsluaðferðum til þess að meta virkni sameindasafna sem hafa áhrif á atferli sebrafiska og bjóða þjónustuna út til fyrirtækja í lyfjaþróun.  

Heiti verkefnis: Lyfjaskimun í sebrafiskum
Verkefnisstjóri: Karl Ægir Karlsson, 3Z ehf.
Þátttakendur: 3Z ehf. og Háskólinn í Reykjavík
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 27 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: RAN090915-1777

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Aðferðir 3Z byggja á rannsóknum sem fram hafa farið við Háskólann í Reykjavík. Háskólinn hefur enn fremur stutt við uppbyggingu fyrirtækisins 3Z með margvíslegum hætti og hefur fyrirtækið rannsóknaraðstöðu í háskólanum. Einnig hlaut 3Z mikilvægan styrk frá Tækniþróunarsjóði við upphaf starfseminnar, sem gerði frumþróun aðferða og ferla mögulega. Karl Ægir Karlsson, dósent við tækni- og verkfræðideild HR, stofnaði 3Z ásamt Háskólanum í Reykjavík og Haraldi Þorsteinssyni. Karl Ægir og Haraldur Þorsteinsson hafa verið lykilstarfsmenn frá upphafi og hafa þeir bakgrunn í taugasálfræði og taugavísindum.

Miklar hræringar hafa verið á lyfjaþróunarmarkaði, sem eru fyrirtækinu í hag. Í fyrsta lagi hamlar vöntun á nýjum dýralíkönum lyfjaleit og hefur síhækkandi þróunarkostnaður leitt til þess að færri ný lyf koma á markað. Í öðru lagi er minna fjármagni varið til rannsókna á miðtaugakerfislyfjum, á sama tíma og vöntun á nýjum lyfjum er staðreynd. Í þriðja lagi er gerð æ ríkari krafa um dýravernd í lyfjarannsóknum. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur gert samning um kaup á hlutafé í fyrirtækinu 3Z ehf. Fyrirtækið hefur það að markmiði að markaðssetja aðferð þar sem sebrafiskar eru notaðir til skimunar á sameindum sem hafa áhrif á miðtaugakerfið og stunda þannig skipulega leit að miðtaugakerfislyfjum framtíðarinnar. Aðferðirnar eru mun ódýrari, hraðvirkari og mannúðlegri en þær sem mest eru notaðar í dag. 3Z stefnir á að bjóða skimunarþjónustuna til fyrirtækja í lyfjaþróun og verða leiðandi á skimunarmarkaði innan fárra ára.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica