RDM - verkefnislok í Tækniþróunarsjóði

18.3.2013

Verkefnið RDM hlaut brúarstyrk úr Tækniþróunarsjóði vorið 2012 til að undirbúa markaðssetningu rafmagnsdósamáta; verkfæris sem er hugmynd verkefnisstjóra; Sverris Sverrissonar. Rafmagnsdósamátinn er nýtt og vinnusparandi verkfæri sem einfaldar mjög mælingu og úrtöku vegna rafmagnsdósa við húsbyggingar.  Búið er að sannreyna notagildið hjá fjölda fagmanna og útbúa frumgerðir. 

Heiti verkefnis: RDM
Verkefnisstjóri: Sverrir Sverrisson, Uppreisu bf ehf.
Tegund styrks: Brúarstyrkur
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 120846-0611

litid T-logo

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Verkefnið hefur að mestu gengið eftir áætlun, að því frátöldu að enn hefur ekki verið gengið frá sölusamningum.  Sóttar voru tvær stórar sýningar.  Hin fyrri var sýningin Alex 2012 í Manchester 21.-22. júní 2012, þar sem helstu rafmagnsvöruframleiðendur sýndu vöru sína.  Þar vakti RDM verulega athygli rafvirkja. Síðari sýningin var Composites Europe í Düsseldorf, 09-11 oktober 2012.  Fagmenn eru á einu máli um að verkfærið spari mikla vinnu og hættu á mistökum, og að mikil þörf sé fyrir það. 

Í kjölfar sýninganna hafa dreifingaaðilar sýnt áhuga á vörunni og er verið að ræða við nokkra.  Enn hafa ekki tekist samningar um nægilegt magn til að hagkvæmni sé ásættanleg, en góðar vonir standa til þess.  Markaðskannanir hafa staðið yfir á styrktímabilinu og munu halda áfram.  Unnið hefur verið að uppbyggingu innviða fyrirtækisins.  Mikilvægt er að áfram sé unnið að kynningu þessarar nýjungar og notagildis hennar.  Mikilvirkustu leiðir til þess eru stórar sýningar eins og þær sem nefndar hafa verið.  Verið er að kanna möguleika á að komast á sýninguna Inventions Geneva í Genf, sem verður 10.-14. apríl 2013.

Unnið er að því, með aðstoð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, að komast í samband við evrópskt tengslanet.  Þá er unnið að athugun á fjármögnun verkefnisins meðan það er á þessu frumstigi markaðssetningar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica