Rain Dear - verkefnislok

10.4.2013

Verkefnið Rain Dear sem hlaut verkefnisstyrk Tækniþróunarsjóðs vorið 2010. Sú sérstaða sem leitast var við að skapa með verkefninu Rain Dear var að samtvinna nýsköpun í efnis- og sníðagerð við samfélagslega ábyrgð. Í upphafi setti fyrirtækið sér einkunnarorðin VIRÐING ALÚÐ JÖFNUÐUR.

Heiti verkefnis: Rain Dear
Verkefnisstjóri: Þorbjörg Valdimarsdóttir, Rain Dear ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2010-2012
Fjárhæð styrks: 26 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 101274

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Hugmyndin var að hanna hátískuregnfatnað sem væri "fyrir allar konur við hvaða tækifæri sem er". "Fyrir alla konur" að sníðagerðin endurspeglaði fjölbreytileika kvenlíkamans og virðing væri borinn fyrir honum og að allar konur væru jafnar í hátískunni. "Við hvaða tækifæri sem er" endurspeglist í fjölbreytileika efnanna, efnisblöndunni, áferðinni, sjónræna þættinum og litunum. "Be happy in the rain...dear"

Verkefnið hefur skilað góðum árangri hvað varðar efnisþróun og eru fjögur ný efni í regnfatnað tilbúin til framleiðslu og sex önnur enn á þróunarstigi. Lykilatriðið í efnisþróuninni er að vinnan hefur leitt Rain Dear áfram til nýrra möguleika í nýsköpun útivistarefna sem gefur fyrirtækinu möguleika á að fara inn á miklu stærri markað í útivistarfatnaði. Þróunarvinnan í sníðagerðinni hefur skilað góðum árangri og tilbúnar eru frumgerðir með mismunandi sniðum í stærðunum 36 til 54. Með tilstuðlan styrks frá Tækniþróunarsjóði hefur Rain Dear náð góðum árangri og lagt grunn að frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Ljóst er að mikil tækifæri eru á útivistar markaðinum og mun stofnandi Rain Dear nýta sér þessi tækifæri til vaxtar.

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit

Greinargerð Rain Dear
Greinargerð BUOY
Profolía(look book) 
Sölusýningarbæklingur









Þetta vefsvæði byggir á Eplica