MedEye-lyfjagreiningartæki - verkefnislok

12.11.2013

Mint Solutions hefur í samstarfi við Tækniþróunarsjóð unnið að þróun MedEye lyfjagreiningatækis fyrir sjúkrahús. MedEye gerir hjúkrunarfræðingum kleift að ganga úr skugga um að sjúklingar fái rétt lyf, í réttu magni og á réttum tíma.

Heiti verkefnis: MedEye-lyfjagreiningartæki
Verkefnisstjóri: María Rúnarsdóttir, Mint Solution ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2011-2012
Fjárhæð styrks: 18 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 110438-061

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Lyfjamistök eru algengasta tegund mistaka á sjúkrahúsum. Erfitt er að útrýma slíkum mistökum enda eru upplýsingar um rétt lyf oft ekki aðgengilegar og hjúkrunarfólk er sett í þá óþægilegu aðstöðu að þurfa að vinna flókin og endurtekin handtök undir mikilli tímapressu. Sýnt hefur verið fram á að með því að innleiða sjálfvirkar athuganir rétt fyrir lyfjagjöf þá má koma í veg fyrir helming allra lyfjamistaka á sjúkrahúsum.

MedEye er fyrsta lausnin á markaðnum sem getur athugað bæði hvort rétt lyf sé gefið, sem og hvort skammturinn sé réttur. Einnig er innleiðing MedEye auðveldari en nokkur önnur aðferð sem gerir lausnina að fýsilegum kosti.

Með þessu verkefni hefur tekist að sanna gildi MedEye og leysa úr ýmsum spurningum tengdum framleiðslu á vélbúnaði og hugbúnaði. Prófanir hafa farið fram í samvinnu við sjúkrastofnanir í Hollandi og hefur sjúkrahús þegar fest kaup á lausninni og viðræður standa yfir við tugi annarra sjúkrahúsa.

MedEye-tæknin hefur verið samþætt í helstu sjúkrahúskerfi Hollands og Noregs. Einnig er unnið að undirbúningi fyrir innleiðingu á fyrsta breska sjúkrahúsinu.

Listi yfir afrakstur:

  • MedEye-vélbúnaður
  • MedEye-hugbúnaður
  • Samþætting við hollensk sjúkraskráarkerfi








Þetta vefsvæði byggir á Eplica