Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2019

14.5.2019

Hinn árlegi vorfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn í Iðnó, fimmtudaginn 6. júní kl. 15:00-18:00 undir yfirskriftinni: Hringrásarhagkerfið - sjálfbær nýsköpun.

  • Vorfundur_t_2019

Fimmtudaginn 6. júní blæs Tækniþróunarsjóður til vorfundar í Iðnó í Reykjavík, þar sem vorúthlutun verður kynnt, nýjum styrkþegum verður fagnað og flutt verða áhugaverð erindi úr heimi nýsköpunar og tækniþróunar. Vorfundinum lýkur með spjalli, léttum veitingum og ljúfum tónum.

Mikko Kosonen forseti finnska nýsköpunar-sjóðsins Sitra mun halda fyrirlestur ásamt því að taka þátt í pallborðsumræðum, en sjóðurinn er í fararbroddi í að leiða vegferð Finnlands að því að verða hringrásarhagkerfi fyrir árið 2025.

Skráið þátttöku hér

Dagskrá:

Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs

Opnunarávarp ráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar

Finland as a Forerunner in the Circular Economy. Mikko Kosonen, forseti Sitra

Pallborðsumræður

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar
  • Mikko Kosonen, forseti Sitra
  • Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Hvað höfum við gert?
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir, einn stofnenda Klappa og framkvæmdarstjóri þjónustu- og markaðssviðs
  • Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs

Spjall, léttar veitingar og ljúfir tónar

Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs og Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís, stýra fundinum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica