Nýsköpun í æskulýðsstarfi

Strategic Partnerships for youth

Fyrir hverja?

Félög, stofnanir og fyrirtæki sem tengjast æskulýðsstarfi og/eða vinna með ungu fólki á aldrinum 13-30 ára.

Til hvers?

Samstarfsverkefni sem miða að nýsköpun í æskulýðsstarfi eru frábært tækifæri til að fá styrk fyrir stórum þróunarverkefnum til að auka gæði æskulýðsstarfs í Evrópu. Í nýsköpunarverkefnum er hægt að fá launastyrki fyrir starfsmenn/sjálfboðaliða sem vinna að því að búa til afurðir verkefnisins. Verkefni sem miða að nýsköpun í æskulýðsstarfi verða að skila af sér afurð sem er opin til notkunar fyrir þá sem starfa með ungu fólki í Evrópu. Að öðru leyti er innihald samstarfsverkefna mjög opið. Þau geta meðal annars snúist um að móta og prófa nýjar aðferðir í æskulýðsstarfi eða að stuðla að viðurkenningu á óformlegu námi með því að þróa nýjar leiðir til þess að meta óformlegt nám

Umsóknarfrestur

30. apríl.

Athugið að umsóknareyðublöðin eru vef-eyðublöð og það þarf EU Login aðgang til að nálgast þau.

Hvert er markmiðið?

Markmið nýsköpunarverkefna í æskulýðsstarfi er að gefa aðilum sem sinna æskulýðsstarfi tækifæri til að þróa nýjar aðferðir og afurðir til að bæta starf sitt með ungu fólki. 

Hverjir geta sótt um?

Öll félög, stofnanir og fyrirtæki sem tengjast æskulýðsstarfi og/eða vinna með ungu fólki á aldrinum 13-30 ára. Allir lögaðilar í verkefninu, bæði umsækjandi og samstarfsaðilar, þurfa að vera með PIC númer til að hægt sé að sækja um.

Hvað er styrkt?

Sá lögaðili sem leiðir verkefnið sækir um fyrir hönd allra samstarfsaðila. Sótt er um til landskrifstofu í landi umsækjanda.

Verkefni geta varað í 6-36 mánuði

Styrkupphæðir eru flestar í formi fastra upphæða (unit contribution) en ekki raunkostnaðar.  

Kostnaður vegna verkefnisstjórnar

  • Skipulagssamtök: € 500 á mánuði
  • Önnur samtök: € 250 á mánuði á samtök
  • Hámark: € 2.750 á mánuði (ef það eru 10 hópar í verkefninu)

Fjölþjóðlegir fundir

Ferðakostnaður er styrktur. Vegalengdir miðast við loftlínu. Notið þessa reiknivél til að finna vegalengdina.

  • Ef ferðast er 100-1.999 km: € 575 á mann
  • Ef ferðast er lengra en 2000 km: € 760 á mann

Afurðir verkefnis

Styrkur fyrir vinnu við afurðir verkefnisins er eining sem reiknast á hvern dag sem starfsmaður vinnur að afurð verkefnisins. Upphæðin er breytileg eftir landi og því starfi sem viðkomandi sinnir.

Upplýsingar um allar styrkupphæðir má finna í Handbók Erasmus+.

Kynningarfundir (Multiplier events)

  • Þátttakendur innanlands: € 100 á mann
  • Þátttakendur frá öðrum löndum: € 200 á mann
  • Hámark: € 30.000 á hvert verkefni

Stuðningur við sérþarfir

100% af kostnaði vegna þátttöku fatlaðra einstaklinga

Sértækur kostnaður

75% af raunkostnaði vegna undirverktaka eða kaupum á vöru og þjónustu. Á aðeins við ef um er að ræða sérfræðiþjónustu sem samtökin/stofnanir sem framkvæma verkefnið geta ekki sinnt.

Til viðbótar við grunnstyrkinn í samstarfsverkefnum er hægt að fá styrk fyrir þrennskonar mismunandi námskeiðum og ferðum (Blended mobility of learners, Long term mobility of youth workers, Short – term joint staff training events). Til að fá þann styrk þarf að sýna framá að slík námskeið og ferðir bæti verkefnið og auki líkur á að það nái fram markmiðum sínum.

Upplýsingar um styrkupphæðir fyrir ferðakostnaði og upphaldi í slíkum ferðum má finna í Handbók Erasmus+ .

Þátttökulönd

Hópar frá þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Makedóníu.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica