European Solidarity Corps

Sjálfboðaliða- og samfélagsverkefni


European Solidarity Corps er ný áætlun þar sem sjálfboðaliðastörf tilheyra ekki lengur Erasmus+ áætluninni.  Innan nýju áætlunarinnar eru innlend og erlend sjálfboðaliðastörf auk samfélagsverkefna.  Umsóknarformið er hægt að nálgast hér.

Fyrir hverja?  Ungt fólk á aldrinum 18-30 ára.  Sjálfboðaliðaverkefnin geta verið annars vegar í Evrópu og hins vegar innanlands.  Samtök og sveitarfélög geta sótt um að taka á móti eða senda einstaklinga í 2-12 mánuði, einnig er hægt að senda eða taka á móti einstaklingum sem búa við færri tækifæri í 2 vikur til 2 mánuði.  Hópar geta einnig tekið þátt í 2 vikur til 2 mánuði og þá sem 10-40 manns saman.  

Til hvers?  Að hvetja til samstöðu sem gildi, aðallega með sjálfboðastarfi.  Að efla þátttöku ungs fólks og samtaka í aðgengilegri og vandaðri sjálfboðaliðastarfsemi.  Að efla samheldni, samstöðu, lýðræði og borgaralega þátttöku í Evrópu auk þess að bregast við sérstökum samfélagslegum þörfum til að stuðla að félagslegri aðlögun.  Að tryggja þátttöku ungs fólks með færri tækifæri með ýmsum sérstökum ráðstöfunum.  Að stuðla að evrópskri samvinnu sem skiptir máli fyrir ungt fólk og vekja athygli á jákvæðum áhrifum þess.

Umsóknarfrestir:  Þrír umsóknarfrestir eru á hverju ári; í febrúar, apríl og október.

Lokað er fyrir umsóknir. Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2020.


Hver er ávinningurinn af sjálfboðaliðastörfum?

Fyrir ungt fólk:  Þróa áhuga á félagslegum aðgerðum, víkka sjóndeildarhringinn, efla sjálfstraust, auka tungumálakunnáttu, efla persónulega og faglega þróun auk þess að hitta nýtt fólk og eignast nýja vini.

Fyrir samtök:  Tækifæri til að vinna með ungu fólki, skiptast á góðum starfsháttum, auka skilning á félagslegum og menningarlegum fjölbreytileika, virkara faglegt umhverfi.

Fyrir samfélög:  Aukin geta til að takast á við samfélagsbreytingar, móttækilegri gagnvart fjölbreytni og félagsleg aðlögun í reynd.


Gæðavottun:  Samtök, stofnanir eða sveitarfélög sem vilja gerast sendi- og/eða móttökusamtök í European Solidarity Corps þurfa að sækja um Gæðavottun (Quality label) til að eiga möguleika á að sækja um styrki.  Sótt er um Gæðavottunina hér (athugið að þið þurfið að hafa EU login aðgang inn á vefgátt Framkvæmdastjórnar ESB). 
Kynnið ykkur þau 8 skref sem leiða ykkur í gegnum undirbúnings- og umsóknarferlið:

Solidaritycorps_infographic-is-ld-page-001

EUROPEAN SOLIDARITY CORPS GUIDE
Þetta vefsvæði byggir á Eplica