Ungmennaskipti

Fyrir hverja?

Öll ungmenni á aldrinum 13-30 ára ásamt hópstjórum. Ungmenni sem búa við skert tækifæri eru forgangshópur í Erasmus+.

Ungir þátttakendur verða að vera minnst 16 og mest 60 og a.m.k. 4 frá hverju landi. Hópstjórar verða að vera a.m.k. einn frá hverju landi og orðnir 18 ára.

Til hvers?

Svo að ungmenni frá a.m.k. tveimur Evrópulöndum geti hist og verið saman í 5-21 dag. Ungmennin frá öllum löndunum, með hjálp hópstjóra, ákveða þema verkefnisins og búa til dagskrá sem hentar öllum þeim sem taka þátt. Slík dagskrá getur innihaldið t.d. vinnusmiðjur, umræður, hlutverkaleiki, íþróttir og útivist. Lærdómsferli er mikilvægt í ungmenna­skipta­verkefnum og verður dagskráin að byggja á hugmyndafræðinni um óformlegt nám. Með þessu geta ungmennin lært eitthvað nýtt, uppgötvað nýja menningu og siði í gegnum jafnaldra þeirra. Þannig efla þau gildi eins og t.d. samstöðu, lýðræði og vináttu. Þessar ferðir eiga ekki að snúast um að heimsækja túristastaði, hátíðir og mót.  

Umsóknarfrestur

15. febrúar, 26. apríl, 4. október (kl. 12:00 Brussel tími).

Athugið að umsóknareyðublöðin eru vefeyðublöð og það þarf EU Login aðgang til að nálgast þau. 

Hvert er markmiðið?

Veita ungu fólki tækifæri að hitta jafnaldra frá öðrum Evrópulöndum, læra eitthvað nýtt og koma til baka enn sterkari einstaklingur.

Hverjir geta sótt um?

Félagasamtök, sveitarfélög, stofnanir og óformlegir hópar ungs fólks sem eru virkir í ungmennastarfi. Skólar geta sótt um þegar um er að ræða verkefni tengd öðru en formlegu skólastarfi.

Hvernig finnur þú samstarfsaðila? 

Umsækjendur verða sjálfir að finna samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn.

Ef þið eruð ekki búin að finna hóp til að vinna með mælum við með því að nota OTLAS leitarvélina . Á Otlas getið þið fundið aðra hópa sem hafa líka áhuga á samstarfi, eða skráð ykkar eigin hóp þar inn.

Hvað er styrkt?

Ferðastyrkur sem reiknast eftir vegalengdum í lofti:

 • 10-99 km: € 20 á mann
 • 100-499 km: € 180 á mann
 • 500-1999 km: € 275 á mann
 • 2000-2999 km: € 360 á mann
 • 3000-3999 km: € 530 á mann
 • 4000-7999 km: € 820 á mann
 • 8000 km og lengra: € 1500 á mann

Kostnaður v/ferðar: Fer eftir því hvar ungmennaskiptin fara fram.  Ef þau eru á Íslandi þá er hægt að sækja um € 45 fyrir hvern þátttakanda á dag, fyrir bæði ungmenni og hópstjóra. Þessi upphæð er einnig fyrir ferðadögum fyrir þau lönd sem ferðast til og frá áfangastaðar. Upplýsingar um styrkupphæðir í mismunandi löndum má finna í Handbók Erasmus+

Hér er tafla sem vísar í styrkupphæðir ef ungmennaskiptin verða haldin annars staðar í Evrópu. Hlekkur á töflu.

Kostnaður vegna þátttöku ungmenna með líkamlega fötlun og/eða andlega fötlun eins og t.d. þroskafrávik, greindarskerðingu, og/eða námshömlun (special needs): 100% raunkostnaður. Hér gæti verið um að ræða aukakostnaður við framkvæmd verkefnis eins og t.d. v/fylgdarmanns, túlks eða tækja.

Annar kostnaður (exceptional cost):

 • Vegabréfsáritanir: 100% raunkostnaður.
 • Gisting og uppihald í undirbúningsheimsóknum: 100% raunkostnaður.
 • Aukakostnaður v/þátttöku ungmenna sem búa við skert tækifæri – hlekkur á inclusion síðu
 • Hár ferðakostnaður: Á við ef upphæð ferðastyrks hér að ofan dekkar ekki 70% af heildar ferðakostnaði. Þá er hægt að sækja um allt að 80% af raunkostnaði vegna ferðalaga.  

„Special needs“ og „Exceptional cost“ verður að réttlæta í umsókn.

Þátttökulönd (programme countries)

Hópar frá þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands og Makedóníu.

Önnur lönd sem geta tekið þátt (partner countries)

21 land tilheyrir ekki þátttökulöndunum en geta jafnframt tekið þátt í ungmennaskiptaverkefnum. Þau eru skilgreind sem svæði í Handbókinni:

 • Svæði 1: Suð-austur Evrópa - Albanía, Bosnía-Hersegóvína, Kosovo, Serbía, Svartfjallaland
 • Svæði 2: Austur Evrópa - Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvítarússland, Moldavía, Úkraína,
 • Svæði 3: Miðjarðarhafslönd – Alsír, Egyptaland, Ísrael, Líbanon, Líbýa, Marokkó, Palestína, Sýrland, Túnis
 •  Svæði 4: Rússland

Dæmi um verkefni

Heiti verkefnis: Expanding more borders: 2nd Youth Exchange for Icelandic and Belgian Youth at Risk

SkipuleggjendurStyrktarfélag lamaðra og fatlaðra í Reykjavík + Jeugdzorg Emmaus í Mechelen.

Þátttakendur: 14-18 ára, 10 íslensk ungmenni og 11 belgísk ungmenni.

Markmið: Veita þessum ungmennum tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir í nýjum aðstæðum með jafnöldrum frá öðru landi. Tilgangurinn var að fara með ungmennin út fyrir þægindarammann til að efla þau.

Árangur: Þátttakendur lærðu að setja sér markmið og náðu þeim. Þeir eignuðust nýja vini frá öðru landi. Félagsleg færni jókst. Hópstjórar lærðu að skipuleggja ungmennaskipti og nota aðferðina experiental learning.

Frétt frá íslensku samtökunum á vefsvæði þeirra.

Ráð frá skipuleggjendum til framtíðar umsækjanda: Það hefur mikið að segja að skipuleggja undirbúningsheimsókn (Advance Planning Visit) áður en ungmennaskiptin eiga sér stað og sækja um styrk fyrir þá ferð. Gera ráð fyrir að hlutirnir gangi ekki alltaf upp með svona hópa og því er gott að vera með varaplan. Gera ráð fyrir að einn hópstjóri gæti þurft að taka þátttakanda út úr hópi og sinna sérstaklega. Vera með nógu marga hópstjóra. Taka sálfræðing með í ferð.
Þetta verkefni var umfangsmikið og allir þátttakendur komu í viðtal og settu sér persónuleg markmið í upphafi og þau voru svo endurskoðuð um mitt ferlið. Markmiðin skipta máli og höfðu mikið að segja en það þarf að sinna hverjum einstaklingi vel og hjálpa þeim að vinna að markmiðum sínum. Ekki gista á of mörgum stöðum, það er bæði tímafrekt að flytja milli staða og getur verið erfitt fyrir ungmennin. Taka sjálfboðaliða með sem myndi aðstoða við innkaup og matseld – þannig geta hópstjórar sinnt hópnum betur. Leyfa þátttakendum að kynna verkefnið fyrir foreldrum, vinum og kennurum mjög mikilvægt.

Kynningarmyndband

Sæunn Pétursdóttir, iðjuþjálfi hjá Æfingastöðinni segir frá verkefnin "Út fyrir þægindarammann".

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica