Öll ungmenni á aldrinum 13-30 ára ásamt hópstjórum. Það verða að vera minnst 16 ungir þátttakendur í einu verkefni og minnst 4 frá hverju landi. Félagasamtök, sveitarfélög og óformlegir hópar ungs fólks geta sótt um styrk.
Ungt fólk sem býr við skert tækifæri er forgangshópur í Erasmus+.
Til hvers?
Svo að ungt fólk kynnist menningu og lífi jafnaldra þeirra í öðrum löndum í Evrópu. Ungmennaskiptin verða að vera í minnst 5 daga og mest getur samveran varað í 21 dag. Ungmennin frá öllum löndunum, með hjálp hópstjóra, ákveða þema verkefnisins og búa til dagskrá sem hentar öllum þeim sem taka þátt. Slík dagskrá getur innihaldið t.d. vinnusmiðjur, umræður, hlutverkaleiki, íþróttir og útivist. Lærdómsferli er mikilvægt í ungmennaskiptaverkefnum og verður dagskráin að byggja á hugmyndafræðinni um óformlegt nám. Með þessu geta ungmennin lært eitthvað nýtt, uppgötvað nýja menningu og siði í gegnum jafnaldra þeirra. Þannig efla þau gildi eins og t.d. samstöðu, lýðræði og vináttu. Þessar ferðir eiga ekki að snúast um að heimsækja túristastaði, hátíðir og mót.
12. febrúar (framlengdur, var 5. febrúar), 30. apríl, 1. október (kl. 12:00 á Brussel tíma).
Næsti umsóknarfrestur er 12. febrúar 2020.
Sótt er um í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Erasmus+.
Athugið að umsóknareyðublöðin eru vefeyðublöð og það þarf EU Login aðgang til að nálgast þau. Umsóknareyðublaðið fyrir þennan verkefnaflokk eru aðgengileg undir „Youth mobility“ inn í umsóknarkerfinu.
Veita ungu fólki tækifæri að hitta jafnaldra frá öðrum Evrópulöndum, læra eitthvað nýtt og koma til baka enn sterkari einstaklingur.
Félagasamtök, sveitarfélög, stofnanir og óformlegir hópar ungs fólks sem eru virkir í ungmennastarfi. Skólar geta sótt um þegar um er að ræða verkefni tengd öðru en formlegu skólastarfi.
Umsækjendur verða sjálfir að finna samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn.
Ef þið eruð ekki búin að finna samtök til að vinna með mælum við með því að nota OTLAS leitarvélina . Á Otlas getið þið fundið samtök sem hafa líka áhuga á samstarfi og skráð ykkar samtök.
Ferðastyrkur sem reiknast eftir vegalengdum í lofti:
Kostnaður v/ungmennaskiptanna: Fer eftir því hvar ungmennaskiptin fara fram. Ef þau eru á Íslandi þá er hægt að sækja um € 45 fyrir hvern þátttakanda á dag, fyrir bæði ungmenni og hópstjóra. Gert er ráð fyrir að nýta þetta fjármagn fyrir t.d. gistingu og fæði. Einnig er hægt að sækja um styrk fyrir 2 aukadögum fyrir þau lönd sem ferðast milli landa. Upplýsingar um styrkupphæðir í mismunandi löndum má finna í Handbók Erasmus+.
Kostnaður vegna þátttöku ungmenna með líkamlega/andlega fötlun eins og t.d. þroskafrávik, greindarskerðingu, og/eða námshömlun (special needs): 100% raunkostnaður. Hér gæti verið um að ræða aukakostnaður við framkvæmd verkefnis eins og t.d. v/fylgdarmanns, túlks eða tækja.
Annar kostnaður (exceptional cost):
Tæki til að staðfesta þátttöku og meta lærdómsreynslu í Erasmus+ æskulýðsverkefnum heitir Youthpass. Allir einstaklingar sem taka þátt í styrkjaflokki Nám og þjálfun og Fundi ungs fólks og ráðamanna eiga rétt á að fá Youthpass. Youthpass er gefinn út af þeim sem skipuleggja verkefnið en byggir á sama formi sem SALTO-Youth hefur þróað.
Hópar frá þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Makedóníu.
21 land tilheyrir ekki þátttökulöndunum en geta jafnframt tekið þátt í ungmennaskiptaverkefnum. Þau eru skilgreind sem svæði í Handbókinni:
Heiti verkefnis: Expanding more borders: 2nd Youth Exchange for Icelandic and Belgian Youth at Risk
Skipuleggjendur: Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í Reykjavík + Jeugdzorg Emmaus í Mechelen.
Ungir þátttakendur: 14-18 ára, 10 ungmenni frá Íslandi og 11 frá Belgíu.
Markmið: Veita unga fólkinu tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir í nýjum aðstæðum með jafnöldrum frá öðru landi. Tilgangurinn var að fara með ungmennin út fyrir þægindarammann til að efla þau.
Árangur: Þátttakendur lærðu að setja sér markmið og náðu þeim. Þeir eignuðust nýja vini frá öðru landi. Félagsleg færni jókst. Hópstjórar lærðu að skipuleggja ungmennaskipti og nota aðferðina experiental learning.
Kynningarmyndband um verkefnið "Út fyrir þægindarammann"